Munur á milli breytinga „Steinunn Valdís Óskarsdóttir“

ekkert breytingarágrip
|neðanmálsgreinar=
}}
'''Steinunn Valdís Óskarsdóttir''' (f. [[7. apríl]] [[1965]]) er fyrrverandi [[Borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóri í Reykjavík]] og alþingismaður [[Samfylkingin|Samfylkingarinnar]] í Reykjavíkurkjördæmi norður. Steinunn Valdís varð þriðja konan til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík, á árunum 2004-2006. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur í þrettán ár, 1994-2007, fyrir Reykjavíkurlistann og Samfylkinguna.
 
Steinunn Valdís fæddist í Reykjavík og voru foreldrar hennar Óskar Valdemarsson (1917-1998) húsasmiður og Aðalheiður Þorsteinsdóttir (1926-1978).
 
Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn við Sund|Menntaskólanum við Sund]] árið 1986, BA-prófi í sagnfræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1992 og stundaði nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands 2006–2007. <ref>Alþingi - [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=695 Steinunn Valdís Óskarsdóttir] (skoðað 4. nóvember 2020)</ref>
 
== Starfsferill ==
Hún starfaði í [[Fjármálaráðuneyti Íslands|fjármálaráðuneytinu]] frá 1986-1987, á skrifstofu [[Kvenfélagasamband Íslands|Kvenfélagasambands Íslands]] 1992-1996 og var framkvæmdastjóri kvennaheimilisins [[Hallveigarstaðir|Hallveigarstaða]] frá 1996-1998.
 
Steinunn Valdís varð þriðja konan til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík, en hún gegndi embættinu á árunum 2004-2006. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur í þrettán ár, 1994-2007, fyrir [[Reykjavíkurlistinn|Reykjavíkurlistann]] og Samfylkinguna.
 
Steinunn Valdís var kjörin á Alþingi í kosningunum 12. maí 2007 og baðst í kjölfarið lausnar úr borgarstjórn. Hún sat sinn síðasta borgarstjórnarfund á kvenréttindadaginn, 19. júní 2007.
[[1. júní]] [[2010]] sagði hún svo af sér þingmennsku í kjölfar umræðu um styrki sem hún þáði í prófkjörsbaráttu sinni fyrir sæti í borgarstjórn.
 
Eftir að Steinunn Valdís lét af þingmennsku hefur hún starfaði hún sem sér­fræðingur og stað­gengill skrif­stofu­stjóra í innan­ríkis­ráðu­neytinu og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2011-2019 og frá 2019 hefur hún verið skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í [[Forsætisráðuneyti|forsætisráðuneytinu]].<ref>Frettabladid.is, [https://www.frettabladid.is/frettir/steinunn-valdis-rain-yfir-skrifstofu-jafnrettismala/ „Steinunn Valdís ráðin yfir skrifstofu jafnréttismála“] (skoðað 4. nóvember 2020)</ref>
 
== Heimildir ==
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Þórólfur Árnason]] | titill=[[Borgarstjóri Reykjavíkur]] | frá= [[1. desember]] [[2004]] | til= [[13. júní]] [[2006]] | eftir=[[Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson]]}}
 
{{Borgarstjórar í Reykjavík}}
{{Stubbur|æviágrip}}
 
[[Flokkur:Borgarstjórar Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]]
[[Flokkur:Íslenskir sagnfræðingar]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1965]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Sund]]
2.045

breytingar