„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 31:
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Vestur-Þýskaland]] (gestgjafar)
{{col-end}}
 
== Keppnin ==
=== Riðlakeppnin ===
Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í milliriðla.
 
=== Milliriðlar ===
Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum. Sigurliðin fóru í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverðlaunin.
 
=== Bronsleikur ===
Pólverjar hlutu þriðja sætið, eftir sigur á Brasilíu. Í fyrsta sinn í sögu Heimsmeistarakeppninnar gilti sú regla að gripið hefði verið til vítaspyrnukeppni ef leiknum hefði lyktað með jafntefli eftir framlengingu í stað þess að liðin mættust að nýju. Ekki reyndi á þá reglu.
 
6. júlí - [[Ólympíuleikvangurinn í München]], áh. 77.100
* [[Mynd:Flag_of_Poland.svg|20px]] [[Pólland]] 1:0 [[Mynd:Flag_of_Brazil.svg|20px]] [[Brasilía]]
 
=== Úrslit ===
Hollendingar fengu óskabyrjun í úrslitaleiknum í Berlín þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu eftir aðeins einnar mínútu leik. Paul Breitner jafnaði metin, einnig úr vítaspyrnu, eftir nærri hálftíma leik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði svo [[Gerd Müller]] það sem reyndist sigurmarkið. Upphaf leiksins tafðist vegna þess að vallarverðir höfðu gleymt að setja upp hornfána.
 
6. júlí - [[Ólympíuleikvangurinn í Berlín]], áh. 75.200
* [[Mynd:Flag_of_Germany.svg|20px]] [[Vestur-Þýskaland]] 2:1 [[Mynd:Flag_of_Netherlands.svg|20px]] [[Holland]]