„Mobutu Sese Seko“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 21:
Þegar Mobutu komst til valda stofnaði hann gerræðislega stjórn, makaði sjálfur krókinn á kostnað ríkisins og reyndi að hreinsa burt öll áhrif nýlenduvæðingar í Kongó. Hann naut mikils stuðnings frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Bretland|Bretlandi]] vegna andkommúnískra sjónarmiða sinna.
 
Á meðan á [[Kongódeilan|Kongódeilunni]] stóð árið 1960 hjálpuðu belgískar hersveitir Mobutu að fremja valdarán gegn þjóðernissinnaðri ríkisstjórn [[Patrice Lumumba]]. Lumumba var fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Kongó en honum var fljótt steypt af stóli af Mobutu og hann síðan framseldur aðskilnaðarsinnum í Katanga-ríki, sem tóku hann af lífi.<ref name="bbc-wkl-1">{{cite news|title=Correspondent:Who Killed Lumumba-Transcript|url=http://news.bbc.co.uk/hi/english/static/audio_video/programmes/correspondent/transcripts/974745.txt|publisher=BBC | accessdate=21 May 2010}} 00.36.57</ref> Mobutu gerðist síðan leiðtogi hersins<ref name="infoplease.com">{{cite web|title=Mobutu Sese Seko|url=http://www.infoplease.com/encyclopedia/people/mobutu-sese-seko.html|work=The Columbia Electronic Encyclopedia|publisher=Columbia University Press|accessdate=30 April 2013|year=2012}}</ref> og tók sér formlega völd eftir annað valdarán árið 1965. Mobutu rak stefnu „áreiðanlegrar þjóðernisímyndar“ og breytti því nafni landsins í Saír árið 1972 og sínu eigin nafni í Mobutu Sese Seko árið 1972.
 
Mobutu setti á fót [[flokksræði]] þar sem öll völd voru í hans höndum. Hann hvatti einnig til mikillar foringjadýrkunar á sjálfum sér.<ref name="infoplease.com"/> Á valdatíð sinni byggði Mobutu upp afar miðstýrt ríki og safnaði sjálfur miklum auðæfum með því að arðræna það. Því er stjórnarfar hans jafnan talið [[þjófræði]].<ref>{{cite journal| url=http://economics.mit.edu/files/4462 | title =Kleptocracy and Divide-and-Rule: A Model of Personal Rule |author1=Acemoglu, Daron |author2=Robinson, James A. |author3=Verdier, Thierry |lastauthoramp=yes | journal=Journal of the European Economic Association|date=