„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
Í kjölfarið bönnuðu bolsévíkar alla stjórnmálaflokka og blöð frá þeim, þjóðnýttu banka og einkaeignir og bönnuðu nánast öll viðskipti. Fyrrverandi eigendur þessara eigna fengu engar bætur og Lenín sagði að hann ætlaði að koma peningunum og eignum til bændasamfélagsins. Hann var viss um að hægt væri að koma á sósíalísku stjórnarkerfi í Rússlandi og var tilbúinn að beita öllum brögðum til þess. Andstæðingar hans voru þessu mjög mótfallnir og bentu á hættuna á að þetta gæti leitt til einræðis.<ref name=hvervarlenín/>
 
Langstærsta vandamál Rússlands átti hins vegar eftir að leysa og það var staða Rússlands í fyrri heimsstyrjöldinni. Það var hins vegar eitt fyrsta verk bolsévísku stjórnarinnar, með Lenín í forystu, að semja vopnahlé við Þjóðverja. En margir telja að með því hafi Rússar svikið [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamenn]], sem voru aðallega Bretar og Frakkar. Lenín var búinn að vera í góðu sambandi við Þjóðverja og má segja að hann hafi verið ákveðið vopn í þeirra höndum gegn Bandamönnum en þeir höfðu styrkt hann með fjármagni og fleiru til að tryggja að hann kæmist til valda. Það varð svo að [[Brest-Litovsk-samningurinn|friðarsamningar]] voru undirritaðir í pólsku borginni [[Brest-Litovsk]] í mars 1918 og þurftu Rússar að gangast undir harða friðarskilmála Þjóðverja.<ref>Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2008), bls. 217.</ref><ref name=hvervarlenín/>
 
===Rússneska borgarastyrjöldin===