„Sölvi Helgason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sylgja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 23:
 
== Sögur ==
Ýmsar þjóðsögur hafa spunnist um Sölva. Einhverju sinni á hann að hafa tekið að sér að slá stífar sex [[Dagslátta|dagsláttur]] á sex dögum. Hann átti að fá eina brennivínsflösku á dag auk hefðbundins kaups. Fyrstu tvo dagana lá hann bara og drakk en lauk verkinu þó á tilsettum tíma.<ref>Pétur Jökull Pétursson, 34.</ref>
 
Samkvæmt munnmælum fór vegagerð Sölva í Vatnsskarðinu þannig fram að [[Kristján Kristjánsson (f. 1806)|Kristján kammerráð]], sýslumaður Skagfirðinga vildi láta gera veg yfir Vatnsskarðið en fékk engan til þess. Á endanum réð hann Sölva sem verkstjóra með því skilyrði að hann fengi ekkert borgað ef honum tækist ekki að ljúka verkinu á tilsettum tíma. Sölvi var í fyrstu með heilmarga undirmenn við verkið en var svo harður verkstjóri að þeir gáfust allir upp. Sjálfur lagði Sölvi mjög hart að sér og endaði á því að vinna síðasta þriðjung verksins einn og tókst að klára á tilsettum tíma.<ref>Jón Óskar, 193-194.</ref>