„Grímsstaðaholt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
DasScheit (spjall | framlög)
m Lagaði innsláttarvillu
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Holtið nefndist áður [[Móholt]] og dró nafn sitt af því að þar þurrkuðu Reykvíkingar [[mór|mó]] sinn. Árið 1842 var fyrsta býlið reist á þessum slóðum. Þá kom Grímur Egilsson sér upp bæ og nefndi Grímsstaði. Stóð hann þar sem vesturendi Fálkagötu er nú. Varð það til þess að farið var að kenna holtið við býlið.
 
Á seinni hluta nítjándu aldar og fram undir fyrri heimsstyrjöld fjölgaði tómthúsmannabýlum á holtinu og voru þau rétt á annan tuginn með tæplega hundrað manns. Stunduðu íbúarnir útræði úr vörum í Skerjafirði og lítilsháttar landbúnað á túnbleðlum sínum, auk þess sem stutt var að sækja vinnu og þjónustu til Reykjavíkur.
{{Stubbur|landafræði}}
 
== Heimildir ==
* [http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/skyrsla_140.pdf Minjasafn Reykjavíkur, Skýrsla 140, Grímstaðaholtið og nágrenni]
 
[[Flokkur:Hverfi Reykjavíkur]]