„Varaforseti Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Kjörgengi ==
[[TólftaTólfti stjórnarskrárbreytingviðauki bandarískustjórnarskrár stjórnarskrárinnarBandaríkjanna]] segir, að varaforseti verði að uppfylla sömu skilyrði og forseti, þ.e. að vera 35 ára, að vera fæddur bandarískur ríkisborgari og að hafa búið síðustu 14 árin í Bandaríkjunum, til að vera kjörgengur. [[Kjörtímabil]] varaforsetans er hið sama og forsetans. Þeir sverja embættiseið sama dag, varaforsetinn fyrst og síðan forsetinn. Samkvæmt stjórnarskránni er forsetanum óheimilt að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Engar slíkar reglur gilda um varaforsetann; hann má sitja eins lengi og hann kýs, eða hefur fylgi til.
 
== Hlutverk og skyldur ==
Formleg völd og hlutverk varaforseta Bandaríkjanna eru ekki mikil. Um þau segir í [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]], að auk þess að taka við forsetaembætti við fráfall eða afsögn forsetans, þá sé hann forseti öldungardeildar þingsins.
 
Sem forseti öldungardeildarinnar hefur varaforsetinn einkum tvö [[hlutverk]]: Annars vegar að greiða oddaatkvæði, ef [[demókratar]] og [[repúblikanar]] greiða akvæði að jöfnu (50-50) og hinsvegar að hafa umsjón með og staðfesta talningu atkvæða sem [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmenn]] hafa greitt í forsetakosningum. Auk þessa, er varaforsetinn yfirmaður [[NASA]] og situr í stjórn [[Smithsonian]] stofnunarinnar.
 
Óformegt vald varaforsetans ræðst fyrst og fremst af sambandi hans við forsetann. Hann er náinn ráðgjafi forsetans og getur því haft töluverð áhrif á gang mála. Hann er oft talsmaður út á við og talar þá fyrir [[ríkisstjórn]] landsins.
Lína 16:
Þar sem bandaríski forsetinn er bæði [[þjóðhöfðingi]] og æðsti maður ríkisstjórnarinnar lenda oft viðhafnarverk tengd því fyrrnefnda á varaforsetanum. Hann mætir gjarnan í jarðarfarir annarra þjóðhöfðingja fyrir hönd forsetans, hittir háttsetta erlenda embættismenn, þjóðhöfðingja og fleira.
 
Á seinni tímum hefur í auknum mæli verið farið að líta á embættið sem stökkpall til framboðs í forsetaembættið. Í 13 [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum|forsetakosningum]] á milli [[1956]] og [[2004]], var í níu tilfellum annar frambjóðandinn sitjandi forseti, en í fjórum sitjandi varaforseti ([[1960]], [[1968]], [[1988]] og [[2000]]). Fyrrverandi varaforsetar voru tvisvar á þessum tíma í [[framboð]]i, [[Walter Mondale]] [[1984]] og árið 1968, þegar [[Richard Nixon]] keppti við sitjandi varaforseta, [[Hubert Humphrey]].
 
Síðan [[1974]] hefur varaforsetinn ásamt fjölskyldu sinni haft eigin embættisbústað til umráða, er nefnist á ensku [[Number One Observatory Circle]] í [[Washington D.C.]].