„Al Gore“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
| undirskrift = Al Gore Signature 3.svg
}}
'''Albert „Al“ Arnold Gore''' (f. [[31. mars]] [[1948]]) er [[Bandaríkin|bandarískur]] stjórnmálamaður sem var [[varaforseti Bandaríkjanna]] frá 1993 til 2001 í forsetatíð [[Bill Clinton|Bills Clinton]]. Gore var forsetaefni [[Demókrataflokkurinn|demókrata]] í forsetakosningunum árið [[2000]] sem voru einar umdeildustu kosningar í sögu [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en keppinautur hans, [[George W. Bush]], en færri kjörmenn í [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmannaráðinu]]. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu úrskurðaði hæstiréttur að Bush væri sigurvegari og því [[forseti Bandaríkjanna]].
 
Árið 1965 innritaðist Gore til náms í ensku í [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]]. Honum leiddist í því námi og eftir tvö ár skipti hann um námsbraut og hóf nám í stjórnmálafræði og lauk BA prófi með sóma í júní 1969. Eftir herþjónustu í nokkra mánuði í Víetnam stundaði hann nám í trúfræðum við [[Vanderbilt-háskóli|Vanderbilt-skólann]] og hóf síðar lögfræðinám þar, en hvarf frá því án prófs vegna framboðs síns í kosningum til fylkisþings Tennessee árið 1976.
 
Gore gegndi stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar [[Current TV]] sem vann [[Emmy-verðlaunin]] árið 2007 fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann er einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn [[Apple Inc.|Apple]] tölvufyrirtækisins auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda [[Google]] og stjórnarformaður umhverfissamtakanna [[Alliance for Climate Protection]]. Verðlaunafé [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlauna Nóbels]] sem kemurkom í hlut Gore rann að öllu leyti til samtakanna.
 
Varaforsetinn fyrrverandi hefur löngum haft áhuga á [[umhverfismál]]um. Hann var einn þeirra sem kom [[Kyoto-bókunin]]ni á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið [[1998]], en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður.