„Litla ísöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
* '''1595''': Gietroz-jökullinn í Sviss stíflar ána Dranse og um 70 manns láta lífið.
* '''1600-1610''': Chamonix-jökullinn í Frakklandi eyðir 3 þorpum.
* '''1670-1680''': Mikil mannfækkun hjá íbúum í námunda við jökla í austurhluta Alpanna, á meðan fólkfólki fjölgaði víða annarsstaðar í álfunni.
* '''1695-1709''': Jöklar á Íslandi eyða mörgum bæjum og sveitum.
* '''1710-1735''': Jöklar í Noregi stækka um 100 metra á ári á þessu 25 ára tímabili.
Lína 17:
{{tilvitnun2|„Þann 8. júní 1783 á [[Hvítasunna|Hvítasunnuhátíð]] gaus hér upp eldur upp úr afréttarfjöllum, sem eyðilagði land, menn og skepnur með sínum verkunum nær og fjær." <ref>http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/skaftareldar.html#Gosi%F0</ref>|}}
 
Þessar hörmungar hafa haft mikil áhrif á afkomu Íslendinga á þessum tímum, en einnig fundu Evrópubúar fyrir þessum hamförum. [[Benjamin Franklin]] skrifumskrifaði um um bláleita móðu sem liðast yfir Evrópu og [[BNA|Norður-Ameríku]] þannig að [[sólin|sólar]] naut ekki eins lengi við og venjulega. <ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041021154633/www.hunkubakkar.is/sagan.htm</ref> Þetta hefur haft mikil áhrif á hitafar og landbúnað eins og gefur að skilja.
 
 
Lína 42:
 
=== Breytingar á landnotkun ===
Mikil skógeyðing í Kína og Evrópu á 18. öld, og í N-Ameríku og víðar á 19. öld er talin hafa haft einhver áhrif á þessar breytingar. Kemur þar til endurskinshlutfall jarðarinnar við sögu, því endurkasthlutfall akra er oft meira en endurkasthlutfall skóglendis, sem gat þýtt að meðalhiti lækkaðulækkaði sérstaklega á veturna þegar akrarnir voru snævi þaktir.
 
=== Eldgos ===
Lína 65:
Vísa þessi segir lesendum mikið um hvernig tíðarandinn var á þessum tímum og hvernig svartsýni hefur gripið menn og þeir virðast muna eftir betri árum áður fyrr. Sumarið er ekki svipur hjá sjón og farfuglar láta varla sjá sig.
 
Eins og áður hefur komið fram er talað um að umrædd kólnun hafi byrjað í kringum árið 1100 og um 1200 hafi kuldaskeiðið byrjað að kólna verulega. Fyrir þann tíma virðist loftslag hafa verið nokkuð skaplegra en síðar var. Það virðist hafa verið nokkuð algengt hér á Íslandi að menn ræktuðu ýmsar korntegundir og sést það m.a. á ýmsum heimildum og á örnefnum sem tengjast akurlendi víða um land. Jöklar virðast hafa verið minni en þeir eru í dag, t.d. hét Vatnajökull lengi vel Klofajökull sem bendir til þess að hann hafi verið klofinn og í raun tveir jöklar. Athyglisvert er að þjóðveldisöld líkur um svipað leyti og kólnunin er talin hefjast af alvöru og mikill ófriður geisar í landinu í kringum aldamótin 1200 og sú óöld sem gjarnan er kennd við Sturlungaöld gæti að einhverju leyti tengst kólnandi veðurfari og um leið versnandi efnahag.
 
Í Annálum má oft sjá vísbendingar um veðurfar hverju sinni, t.d. hvernig harðindavetur gengu yfir landið eins og fram kemur í Skarðsannál þar sem sjá má að 17. öld hefur verið býsna hörð og sjá má hvernig sú ótíð hefur leikið þjóðina grátt. Þar bera einstök tímabil afar lýsandi heiti, nöfn á borð við ''Eymdarár'' (1604), ''Jarðbannsvetur'' eða ''Svellavetur'' (1625), ''Áfreðavetur'' eða ''Svelli'' (1627) og ''Jökulvetur'' (1630).