Munur á milli breytinga „Hákarl“

1 bæti fjarlægt ,  fyrir 7 mánuðum
Málfarsbreytingar
(Málfarsbreytingar)
 
==Útlit og lifnaðarhættir==
HákarlHákarlinn hefur hvassar tennur í skoltum sínum í víðum kjafti. Augu og tálknop hákarls eru smá. Hákarlinn getur náð allt að 7 metra lengd en þó er algeng lengd hans um 2-5 metrar. Hákarlar lifa á blönduðu fæði. Lítið er vitað um kynæxlun hákarla en þó er vitað til þess að þeir gjóti ungviði sínu sem er u.þ.b. 40 cm. við got og afkvæmin geta verið allt að 10 talsins. Talið er að hann geti náð allt að 150 ára aldri og verði mjög seint kynþroska. Hákarlinn vex mjög hægt og hafa einhverjar rannsóknir leitt í ljós að fullorðin dýr vaxi ekki nema um 1 cm. á ári. Vitað er um tilfelli þess að hákarl sem merktur hafði verið og náð aftur eftir 16 ár, hafði vaxið frá 262 cm. til 270 cm. á þessum 16 árum.
Allt sitt líf dvelur skepnan í köldum heimskautasjó (2-7°C) á miklu dýpi, hann er eina tegund hákarla í heiminum sem vitað er um að það geri. Á sumrin heldur hákarlinn sig á 180-730 metra dýpi en færir sig nær yfirborðinu á veturna í þeirri von að ná sér í seli. Hákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítahafi í norðri, og suður með ströndum Noregs inn í Norðursjó. Hann er einnig að finna við norðanverðar Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland.<ref>Jón Már Halldórsson. (2003). Hvað er vitað um grænlandshákarlinn? Sótt 13. október 2012 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3036</ref>
 
Hákarlaveiðar á þilskipum hófust fyrir alvöru í kringum 4. áratug 19. aldar og voru Vestfirðingar manna fyrstir til þess að gera út til hákarlaveiða á þilskipum. Á þessum tíma hafði verð á lýsi hækkað hlutfallslega mikið gagnvart þorski. Þilskipum á Vestfjörðum fjölgaði stöðugt á þessum árum og var svo komið að þorskveiðar virtust hafa verið aukageta skipverja. Þilskipaútgerð Norðlendinga byrjaði þó öllu síðar en fyrir vestan. Þilskipaútgerð Norðlendingar var í höndum bænda og stunduðu þau skip nær eingöngu hákarlaveiðar. <ref>Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og Sjávarfang, Saga Sjávarútvegs á Íslandi: Árabáta- og Skútuöld, I. Bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar</ref><ref>Jón Þ. Þór. (1981). Hákarlaveiðar Eyfirðinga á síðari hluta 19. aldar. Í Jónas Blöndal og Már Elíasson (ritstjórar), Ægir: 8 tölublað (418-430). Reykjavík: Ísafoldar prentsmiðja hf.</ref>
 
Mikil eftirspurn var eftir lýsi í borgum evrópu allt fram til 1900 en þá fór eftirspurnin eftirlýsihún að minnka verulega vegna þess að þá voru menn byrjaðir að nota olíu til þess að lýsu upp borgirnar í stað lýsis. En eins og hægt er að sjá á myndinni hér að ofan var mikið um að vera þegar að veiðarnar stóðu sem hvað hæst en þá voru menn í norðlengindafjórðung að veiða það mikinn hákarl að lifrin úr þeim náði í rúmlega 12.000 tunnur. Það voru einmitt Norðlendingar sem báru höfuð og herðar yfir aðra hvað hákarlaveiðar vörðuðu á landinu. Hnignun veiðanna varð þó mjög hröð. Þó er enn veitt nokkuð af hákarli í dag en sá hákarl sem veiðist er til að mynda [[kæsing|kæstur]] og borin fram á þorrablótum. Einnig hefur framleiðsla [[hákarlalýsis]] til manneldis hefur farið vaxandi að undanförnu.
[[File:Hnignun Hákarlaveiða.jpg|thumb|400px|right|Hnignun hákarlaveiða]]
 
Óskráður notandi