„António Guterres“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
|undirskrift = Assinatura António Guterres.svg
}}
'''António Manuel de Oliveira Guterres''' (f. 30. apríl 1949) er [[Portúgal|portúgalskur]] stjórnmálamaður og erindreki sem er níundi og núverandi [[Aðalritari Sameinuðu þjóðanna|aðalritari]] [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Áður var hann forstjóri [[Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna|Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna]] (UNHCR) frá júní 2005 til desember 2015.<ref>{{cite web |url=https://www.unric.org/is/framkvaemdastjorinnguterres-framkvaemdastjori-sameinueu-tjoeanna/23 |title=ANTÓNIO GUTERRES, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna |work=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu |publisher=Sameinuðu þjóðirnar |date= |accessdate=15. október 2017}}</ref>
 
Guterres var [[forsætisráðherra Portúgals]] frá 1995 til 2002 og formaður [[Sósíalistaflokkurinn (Portúgal)|portúgalska sósíalistaflokksins]] frá 1992 til 2002. Hann var einnig forseti [[Alþjóðasamband jafnaðarmanna|Alþjóðasambands jafnaðarmanna]] frá 1995 til 2005.