„Dritbjalla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Alphitobius poultry cages.jpg|thumb|Dritbjöllur á alifuglabúi í Brasilíu]]
'''Dritbjalla''' ([[fræðiheiti]] ''Alphitobius diaperinu''s) er [[bjalla]] af [[mjölbjölluætt]]. Dritbjalla er gljáandi svört á lit og svipuð [[hveitibjalla|hveitibjöllu]] að sköpulagi. Hún er um 7 mm löng. Dritbjalla er upprunnin í [[Austur-Afríka|Austur-Afríku]] en hefur breiðst út frá því um miðja 20. öld.
Í heimkynnum í Afríku lifir dritbjalla á driti og skít úr [[Hreiður|fuglshreiðrum]] og [[Leðurblaka|leðurblökuhellum]]. Bjallan hefur dreifst víða með [[Korn|kornflutningum]] og borist þar til alifuglabúa. Hvert kvendýr verpir um 2000 eggjum og við 32°C tekur þroskaferlið frá eggi til bjöllu um einn mánuð en ef hitastiðg fer undir 15°C þá stöðvast vöxtur og þroski og öll þroskastig drepast ef hiti er undir frostmarki í nokkra daga.