„Menelik 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 25:
Eftir að [[Theódór 2. Eþíópíukeisari]] féll í baráttu við Breta árið 1868 tók Menelik, sem þá var konungur eþíópíska konungdæmisins Shoa, þátt í valdabaráttu um keisarakrúnuna við aðra undirkonunga. Hann gafst að endingu viljugur upp fyrir [[Jóhannes 4. Eþíópíukeisari|Jóhannesi]], konungi [[Tígrar (þjóðflokkur)|Tígra]], sem varð í kjölfarið nýr keisari og leyfði Menelik að sitja áfram sem undirkonungur yfir Shoa.<ref>{{Vefheimild|titill=Abessinía|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4985965|útgefandi=''[[Dvöl]]''|ár=1935|mánuður=3. nóvember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. febrúar}}</ref> Menelik lýsti sjálfan sig keisara Eþíópíu eftir að Jóhannes lést árið 1889.
 
Sem keisari átti Menelik í verslun við Evrópuveldin og keypti af þeim miklar birgðir af skotvopnum sem hann notaði síðan til þess að ráðast gegn [[Orómóar|Orómó]]-þjóðunum til suðurs. Með landvinningum sínum gegn Orómó-fólkinuOrómóum þrefaldaði Menelik yfirráðasvæði Eþíópíu og innlimaði ýmsar þjóðir og þjóðarbrot sem höfðu aldrei áður tilheyrt keisaradæminu.<ref>''Bókin um Eþíópíu'', bls. 140.</ref> Menelik vildi með þessu standa vörð um sjálfstæði Eþíópíu, fá alþjóðlega viðurkenningu á landamærum ríkisins, styrkja samstöðu þjóðarinnar með því að reka burt þjóðarbrot sem ekki voru kristin og auka völd keisarans yfir landinu.
 
Líkt og margir aðrir afrískir leiðtogar vonaðist Menelik til þess að geta gert bandalög við Evrópuveldin til að hafa hemil á stjórnarandstöðu í eigin landi og því undirritaði hann Wuchale-sáttmálann svokallaða við Ítali árið 1889. Í sáttmálanum viðurkenndi Menelik að Ítalir ættu verndarsvæði í [[Erítrea|Erítreu]] í skiptum fyrir loforð um fjárhags- og hernaðaraðstoð. Ítalir lögðu hins vegar allt annan skilning í samningin en Menelik; samkvæmt þeirra útgáfu hafði Menelik í reynd samþykkt að gera alla Eþíópíu að verndarsvæði Ítala og að gerast leppstjórnandi ítalskra nýlenduyfirráða. Þegar Menelik varð þess áskynja hvernig Ítalirnir höfðu túlkað samninginn rifti hann honum umsvifalaust.<ref>''Bókin um Eþíópíu'', bls. 142.</ref>