„Belís“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 121:
 
Umdæmin skiptast aftur í [[kjördæmi Belís|31 kjördæmi]]. Staðbundin stjórnvöld í Belís eru á fjórum stjórnsýslustigum: borgarráð, bæjarráð, þorpsráð og byggðaráð. Tvö borgarráð ([[Belísborg]] og [[Belmópan]]) og sjö bæjarráð ná yfir þéttbýlisstaði landsins, meðan þorps- og byggðaráð eru yfir dreifbýli<ref name="belgov">{{cite web |url=http://www.belize.gov.bz/ct.asp?xItem=705&ctNode=568&mp=27 |archive-url=https://archive.today/20110720103724/http://www.belize.gov.bz/ct.asp?xItem=705&ctNode=568&mp=27 |archive-date=20. júlí 2011 |title=Local Government |url-status=dead |accessdate=1. júní 2016}}. Government of Belize. belize.gov.bz</ref>
 
==Íþróttir==
Vinsælustu íþróttagreinarnar í Belís eru [[knattspyrna]], [[körfuknattleikur]], [[blak]] og [[hjólreiðar]]. Árviss víðavangskeppni í hjólreiðum, sem fram fer um páskahelgina, er kunnasti íþróttaviðburður landsins og laðar að sér fjölda útlendra keppenda.
 
Þótt knattspyrna sé sú íþrótt sem flestir landsmenn fylgjast með hefur Belís ekki unnið nein stórafrek á fótboltasviðinu. Landsliðið komst í úrslitakeppni Norður- og Miðameríkukeppninnar árið 2013 í fyrsta og eina sinn, en tapaði öllum sínum leikjum. Sama ár hafnaði liðið í fjórða sæti á Mið-Ameríkuleikunum sem er langbesti árangur landsins í keppninni.
 
Hondúras sendi fyrst íþróttafólk til keppni á [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikunum]] á leikunum í [[Sumarólympíuleikarnir_1968|Mexíkóborg 1968]] og hefur tekið þátt í öllum leikum frá því í [[Sumarólympíuleikarnir_1984|Los Angeles 1984]]. Enginn íþróttamaður frá Belís hefur enn komist á verðlaunapall á leikunum.
 
==Tilvísanir==