„Svalbarðsætt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
== Deilur við Guðbrand biskup ==
Árið [[1573]] varð Jón Jónsson á Vindheimum, bróðir Magnúsar prúða, [[lögmaður]] norðan og vestan og varð brátt valdamesti maður Íslands. Um sama leyti var [[Guðbrandur Þorláksson]] [[Hólabiskupar|biskup]] að reyna að endurheimta þær jarðir sem [[Gottskálk Nikulásson]] [[Hólabiskupar|biskup]] hafði haft af afa hans, [[Jón Sigmundsson|Jóni SigmundsssyniSigmundssyni]], með rangindum. Biskupi varð nokkuð ágengt í fyrstu, en þegar hann reyndi að endurheimta jarðirnar Hól og Bessastaði í [[Sæmundarhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] komu fram nokkur bréf þar sem morð og fleiri glæpir voru bornir á Jón Sigmundsson. Guðbrandur gaf þá út á prenti þrjá morðbréfabæklinga þar sem hann sýndi fram á að bréfin væru fölsuð og kenndi Jóni Ólafssyni lögréttumanni, þáverandi eiganda jarðanna, um fölsunina. Við þetta hófst svokallað „morðbréfamál“ þar sem [[Jón Jónsson (lögmaður)|Jón Jónsson]] lögmaður, [[Jón Sigurðsson (lögmaður)|Jón Sigurðsson]] lögmaður, bróðursonur hans og [[Jón Magnússon eldri|Jón Magnússon]] snerust gegn biskupi, en [[Ari Magnússon]] í Ögri, tengdasonur biskups, lenti í þeirri stöðu að verja hann og sækja mál hans gegn ættmennum sínum.
 
== Galdramál á Vestfjörðum ==