„Berklar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Ég bætti við línu um sjúkdóminn Berkla
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
m Tók aftur breytingar Sveinfreiðmundur Karljónfreiðgeirsson III (spjall), breytt til síðustu útgáfu 157.157.16.98
Merki: Afturköllun
Lína 2:
'''Berklar''' (áður kallaðir ''tæring'') er lífshættulegur sjúkdómur sem smitast á milli manna í gegnum andrúmsloftið. Þeir hafa valdið fjölda dauðsfalla um allan heim. Algengasti orsakavaldurinn eru [[gerlar|bakteríur]] af tegundinni ''[[Mycobacterium tuberculosis]]''. Fyrir hálfri öld síðan komu fram fyrstu [[sýklaluyf|lyfin]] við sjúkdómnum en áður en lyfin komu til sögunnar notaðist fólk við aðrar aðferðir til að lækna berklana. Berklafaraldurinn stóð í hámarki á Íslandi um [[1900]] en þá var hann farinn að minnka í öðrum nágrannalöndum.
 
Til eru tvær tegundir af berklasýklum sem verka á menn og eru álíka skæðir. Það eru hinn venjulegi berklasýkill (''M. tuberculosis'') og svo önnur tegund (''[[Mycobacterium bovis|M. bovis]]'') sem einkum leggst á nautgripi en menn geta einnig smitast af (og stundum líka af fuglaberklum (''[[Mycobacterium avium|M. avium]]'')). Auk þeirra eru til undirtegundir, sem eru á ýmsan hátt afbrigðilegir, bæði í ræktun og hegðun í tilraunadýrum. Geta sumir þeirra valdið sýkingu hjá mönnum og dýrum en sýkingin er yfirleitt vægari og eru þessir sýklar því engan veginn eins skæðir fyrir menn. Þessar afbrigðulegu undirtegundir hafa færst í aukana á síðari árum og er sú kenning til að sumir þeirra að minnsta kosti hafi komið fram eftir að lyf fundust við berklaveiki.<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=414495&pageSelected=5&lang=0 Morgunblaðið 1960]</ref>
 
== Almennt um berkla ==
Lína 32:
 
Þegar árangursríkar lyfjameðferðir og bættur aðbúnaður og húsakynni almennings kom til, leiddi það smám saman til þess að ekki var lengur þörf á berklasjúkrahúsi. Þá var Heilsuhælinu fundið nýtt hlutverk og fékk nýtt nafn — Vífilsstaðaspítali. Í dag er Ísland í hópi landa með lægstu tíðni berklasmits.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=571708&searchid=4bc98-4e87-4244a „Ný von vaknaði með starfseminni“, ''Morgunblaðið'' 2011.]</ref>
 
Margir taka þetta til sín sem verkefnum og láta á plaggat og slíkt. Þessi verkefni um Berkla eru afar vinsæl meðal grunnskóla og hafa unglingastig nokkra skóla, meðal annars Stóru-vogaskóla íhugað þennan sjúkdóm alvarlega.
 
== Tengt efni ==