„Frímúrarareglan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar IPetTheGoeatII (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Lína 5:
Frímúrarareglan hefur lengi verið alræmd fyrir leyndarhyggju sína, táknfræði og sambönd marga hátt settra reglubræðra sem ná inn í hagkerfi, lagakerfi, stjórnsýslu, listaheim, fjölmiðla og iðnað vestrænna ríkja. Þetta hefur leitt til þess að Frímúrarareglan hefur orðið vinsælt viðfangsefni margra samsæriskenninga í gegnum aldirnar, eitthvað sem reglunni hefur aldrei tekist að losna við þrátt fyrir margar tilraunir til að bæta ímynd sína út á við.<ref>Conspiracy Theories in American History: An Encyclopedia</ref> Enn sem komið er hefur engum tekist að sanna ásakanir um samsæri eða illvirki frímúrara.
 
Helsta hráefni samsæriskenningana í kringum Frímúrararegluna kemur frá táknfræði reglunar, sem notast töluvert við þekkt [[Gnóstík|gnóstísk]] [[Dulspeki|dulspekitákn]], en eitt slíkt er hið „Alsjáandi auga“ eða „Auga forsjónarinnar“<ref>[http://www.freemasonry.bcy.ca/symbolism/eye.html "Freemasonry and the All-seeing Eye"]. ''Grand Lodge of British Columbia and Yukon''.</ref>. Ein vinsælasta samsæriskenningin í samtímanum eru áætluð tengsl Frímúrarareglunar við aðra mun alræmdari, leynilega dulspekireglu sem kallast [[Illuminati]], en sú regla notaðist við svipaða táknfræði. Bæði Illuminati reglan og Frímúrarareglan voru gerðar útlægar í [[Bæjaraland|Bæjarlandi]] af [[Karl Þeódór kjörfursti|Karli ÞeódórTheódór]] kjörfursta árið 1784 vegna tortryggni hans á leynimakki reglana.<ref>René le Forestier, ''Les Illuminés de Bavière et la franc-maçonnerie allemande'', Paris, 1914, pp. 453, 468–9, 507–8, 614–5</ref>
 
Kaþólski fræðimaðurinn Léon de Poncins (1897) talar bæði um Frímúrararegluna og Illuminati í ritinu ''Launstríðið'' (1936), sem gefur aðra sýn á mannkynssöguna sem vettvang dulspekilegs stríðs leynilegra afla sem vilja öðlast vald yfir hugarheimi almennings.<ref>Léon de Poncins, Emmanuel Malynski, ''La Guerre occulte,'' Beauchesne 1936</ref>