„Þjóðtrú“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef Ítarlegri breyting frá farsímavef
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Botanica.jpg|thumb|right|Verslun með dýrlingalíkneski, áheitakerti, ýmis trúartákn og alþýðulyf í Bandaríkjunum.]]
'''Þjóðtrú''', líka kölluð '''alþýðutrú''' og '''hversdagstrú''', eru [[trú]] og trúarlegir [[siður|siðir]] sem standa til hliðar við opinber [[trúarbrögð]] og flytjast milli kynslóða í tilteknu [[samfélag]]i. Þjóðtrú er skilgreind með ýmsum hætti og nær yfir bæði hversdagslega tjáningu eða upplifun opinberra trúarbragða meðal almennings (sbr. hugtök eins og „barnatrú“), leifar af eldri átrúnaði eða blöndun ólíkra trúarbragða í [[alþýðumenning]]u, og ýmis konar [[hjátrú]], trú á hið [[yfirnáttúra|yfirnáttúrulega]] og [[líf eftir dauðann]], [[galdur|galdratrú]], [[vættur|vættatrú]], trú á [[hjávísindi]] (sbr. trú á [[fljúgandi furðuhlutur|fljúgandi furðuhluti]]), [[alþýðulækningar]], [[spádómur|spádóma]] og [[samsæriskenningar]].
 
[[Kínversk alþýðutrú]] er mjög útbreidd í [[Kína]] en ýmis konar alþýðutrú sem tengist opinberum trúarbrögðum er líka algeng innan til dæmis [[kristni]], [[íslam]] og [[hindúatrú]]ar. Blendingstrú, eins og [[Vodun]] og [[Santería]], hefur orðið til við blöndun ólíkra trúarbragða eða siða.