„Fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
laga tengil
laga tengil
 
Lína 7:
Í [[febrúar]] [[1937]] urðu harðvítugar deilur á [[Alþingi]] þegar Alþýðuflokkurinn lagði til að stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, [[Kveldúlfur]], sem meðal annars var í eigu [[Ólafur Thors|Ólafs Thors]], formanns [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], yrði tekið til [[gjaldþrot]]askipta vegna skulda þess við [[Landsbanki Íslands (eldri)|Landsbanka Íslands]]. Framsóknarflokkurinn hafnaði tillögunni og ekkert varð úr aðgerðum. Kveldúlfur bætti síðan skuldastöðu sína verulega á næstu árum.
 
Í [[Alþingiskosningar 1937|kosningum]] þetta sama ár bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum þingmönnum en Alþýðuflokkurinn missti tvo þannig að stjórnin bætti við meirihluta sinn. Í [[apríl]] [[1938]] tók [[Skúli Guðmundsson (alþingismaður)|Skúli Guðmundsson]], Framsóknarflokki, við embætti atvinnumálaráðherra af Haraldi Guðmundssyni.
 
[[17. apríl]] [[1939]] var svo mynduð [[þjóðstjórn]] á Alþingi með þátttöku Sjálfstæðisflokksins vegna þess að brýnt þótti að fella [[gengi]] [[íslensk króna|krónunnar]] til hagsbóta fyrir sjávarútveginn og vegna þess að mönnum þóttu blikur á lofti í alþjóðamálum.