„Vopnafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Hnit í titil
Greipur (spjall | framlög)
m Bætti nýju merki Vopnafjarðarhrepps við síðuna
Lína 18:
== Saga ==
Við [[landnám]] eru taldir þrír landnámsmenn í Vopnafirði: [[Eyvindur vopni]] og [[Hróaldur bjóla]] sem voru fóstbræður og [[Lýtingur Arnbjarnarson]]. Nafn fjarðarins er sagt dregið af viðurnefni Eyvindar sem nam [[Hofsárdal]] og hluta [[Vesturárdals]] austan megin og bjó hann í [[Syðrivík]] sem þá hét heitið Krossavík innri. Hróaldur nam Selárdal, hluta Vesturárdals og norðurströnd fjarðarins. Hann bjó fyrst á Hróaldsstöðum í Selárdal en síðar á Torfastöðum í Vesturárdal. Lýtingur nam austurströnd fjarðarins og bjó í Krossavík ytri. Telja má bróðurson Eyvindar vopna, [[Steinbjörn körtur Refsson|Steinbjörn kört Refsson]], fjórða landnámsmanninn þar sem hann byggði sér bæ á Hofi eftir að Eyvindur frændi hans gaf honum land milli Hofsár og Vesturdalsár. Loks kom [[Þorsteinn hvíti Ölvisson]] frá Noregi og keypti hann land af Eyvindi en tók síðar Hofslönd af Steinbirni upp í skuld. Hann bjó að sögn [[Landnámabók]]ar á Hofi í sextíu ár.
[[Mynd:COA byggdarmerki vopnafjardarhreppur.svg|alt=Byggðamerki Vopnafjarðarhrepps hannað af Kolofon hönnunarstofu.|thumb|Byggðarmerki Vopnafjarðarhrepps frá september 2020.]]
 
Í Vopnfirðinga sögu segir frá því að héraðsvöld og goðavald skiptust í upphafi milli Hofverja og Krossvíkinga. Sameiginlegur þingstaður var í [[Sunnudal]] en í heiðni var blót[[hof]] á Hofi og efldi það héraðsvöld Hofverja. [[Brodd-Helgi |Brodd-Helgi]] sonarsonur Þorsteins hvíta giftist Höllu systur Geitis Lýtingssonar en skildi við hana og ósætti varð vegna fjárskipta þeirra. Fó svo að Geitir vó Helga á Sunnudalsþingi en sættir tókust við Víga-Bjarna son Helga. Víga-Bjarni rauf sættirnar að áeggjan stjúpu sinnar og vó Geiti en iðraðist verknaðarins. Leiddi þetta til fjandskapar milli Bjarna og Þorkels Geitissonar sem endaði með orrustu milli þeirra í Böðvarsdal. Særðist Þorkell þar og greru sár hans illa. Sendi þá Bjarni honum lækni sem læknaði sár hans og það, ásamt milligöngu Jórunnar, konu Þorkels, varð til þess að sættir tókust og flutti Þorkell á endanum til Bjarna að Hofi þar sem hann bjó til dauðadags. Þorkell átti aðeins eina dóttir sem fluttist burt og eftir að hann fluttist sjálfur að Hofi færðust öll völd til Hofverja.