„Útlendingastofnun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Agnar lærði hjá SS sveitum nasista
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Tek aftur breytingu 1684004 frá 80.155.191.74 (spjall)
Merki: Afturkalla
Lína 4:
 
==Saga==
Fyrstu heildstæðu lögin um dvöl og brottrekstur útlendinga voru samþykkt á [[Alþingi]] árið [[1920]]<ref>Íris Björg Kristjánsdóttir (2010). Lög um útlendinga á Íslandi: Mannfræðirýni á lagaumhverfi innflytjenda á Íslandi frá 1920-2009. MA-ritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands: s. 23 ([http://skemman.is/item/view/1946/4448 Skemman.is])</ref>. [[Dómsmálaráðuneytið]] fór þá með úrskurðarvald. Með nýjum lögum 1936 var komið á fót útlendingaeftirliti innan íslensku lögreglunnar og sá hún um eftirlit með komum útlendinga til landsins og útgáfu dvalarleyfa. Árið 1939 var [[Agnar Kofoed-Hansen]] skipaður lögreglustjóri. Hann hafði um sumarið lokið námskeiði hjá [[danska ríkislögreglan|dönsku ríkislögreglunni]] (og á hennar vegum sótt námskeið hjá þýskra útlendingaeftirlitinu, ríkislögreglunni - SS)<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090417000000/http:/this.is/nei/?p=4242 „Uppruni Útlendinga­stofnunar“; af This.is/nei]</ref>. Á þeim tíma var hert mjög á eftirliti með útlendingum um alla [[Evrópa|Evrópu]] vegna ótta við [[njósnir]] og [[hryðjuverk]]. Í kjölfar þess að [[Síðari heimsstyrjöld]] braust út var hert mjög á útlendingaeftirlitinu á Íslandi og þess meðal annars krafist að útlendingar tilkynntu um breytingar á búsetu sinni innanlands. Samkvæmt [[Þór Whitehead]] stóð [[Hermann Jónasson]] fyrir því 1939 að komið var upp leynilegu eftirgrennslanakerfi undir hatti útlendingaeftirlitsins sem náði einnig til Íslendinga sem taldir voru geta ógnað öryggi ríkisins<ref>Þór Whitehead (2006). Smáríki og heimsbyltingin: um öryggi Íslands á válegum tímum. ''Þjóðmál'' 2: s. 55-85.</ref>.
 
Árið [[1955]] gekk bókun um [[norræna vegabréfasambandið]] í gildi á Íslandi og var formlega lögfest þegar lög um útlendinga voru endurskoðuð í heild árið [[1965]]. Þá var kveðið á um réttarstöðu [[flóttamaður|flóttamanna]] þar sem Ísland hafði gerst aðili að [[Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna|flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna]] frá [[1951]]<ref>Íris Björg Kristjánsdóttir. ''Op cit'': s. 26.</ref> Þeim ákvæðum var breytt árið [[2001]] í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að [[Dyflinnarreglugerðin]]ni<ref>''Ibid''</ref>. Verulegar breytingar voru gerðar á lögunum í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að [[Samningur um evrópskt efnahagssvæði|EES-samningnum]] [[1993]]. Þá var meðal annars kveðið á um kærurétt vegna úrskurða útlendingaeftirlitsins.