„Jan Morávek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m WPCleaner v1.39b - Fixed using Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia (DEFAULTSORT með sérstökum stöfum)
Helgij (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jan Morávek''' ([[2. maí]] [[1912]] – [[22. maí]] [[1970]]) var [[austurríki|austurrískur]] [[klarinett]]leikari og [[hljómsveitarstjóri]] af [[Tékkland|tékkneskum]] ættum sem var mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi eftir [[síðari heimsstyrjöld]]. Hann fæddist í [[Vínarborg]] þar sem hann lærði hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn og lék meðal annars við [[Vínaróperan|óperuhljómsveitina]] og [[Fílharmóníusveit Graz]]. Hann kynntist fyrri konu sinni, íslensku söngkonunni [[Svanhvít Egilsdóttir|Svanhvíti Egilsdóttur]], í Vín og flutti með henni til Íslands árið 1948. Þegar [[Sinfóníuhljómsveit Íslands]] var stofnuð gekk hann til liðs við hana og lék þar meðal annars á [[fagott]] og [[selló]], en auk þess stjórnaði hann [[kór]]um og lék með fjölda danshljómsveita, þar á meðal [[Nausttríóið|Nausttríóinu]] með landa sínum, [[Carl Billich|Carli Billich]] og í uppfærslum í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]]. Hann lék á mörgum hljómplötum með [[Tríó Jans Morávek|Tríói Jans Morávek]] og útsetti fjölda laga fyrir kóra og hljómsveitir.
 
== Tenglar ==
 
* [https://glatkistan.com/2015/02/09/jan-moravek/ Glatkistan]
{{stubbur|æviágrip}}