Munur á milli breytinga „Davíð Stefánsson“

m
(Added links)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Davíð lauk [[gagnfræðapróf]]i frá [[Gagnfræðaskólinn á Akureyri|Gagnfræðaskólanum á Akureyri]] árið [[1911]]. Hann frestaði því að fara í menntaskóla eftir að hafa veikst með fleiðrubólgu ''(pleuritis)''. Það getur oft verið undanfari [[Berklar|berkla]], lífshættulegrar bakteríusýkingar í lungum sem hrjáði marga á þessum árum. Hann lá á berklahælinu á [[Vífilsstaðir|Vífilsstöðum]] um tíma, en fékk þó ekki berklasýkingu.
 
Á árunum [[1915]]<nowiki/>-<nowiki/>[[1916]] dvaldist Davíð í [[Kaupmannahöfn]]. Þar stofnaði hann ásamt öðrum ungum Íslendingum ljóðafélagið Boðn. Hann kynntist [[Sigurður Nordal|Sigurði Nordal]] [[Bókmenntafræðingur|bókmenntafræðingi]] sem heillaðist af Davíð og fékk sjö af ljóðum hans birt í tímaritunum [[Eimreiðarhópurinn|Eimreiðinni]] og Iðunni árin 1916-1919. Sum þeirra ljóða náðu miklum vinsældum.
 
Árið 1916 fékk Davíð inngöngu í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]]. Veturinn 1917-1918 var nám lagt niður fyrir árganginn hans í sparnaðarskyni vegna heimstyrjaldarinnar og var Davíð því heima í Fagraskógi þann vetur. Veturinn 1918-1919 var Davíð formaður nemendafélags, nemendaembætti sem bar latneska titilinn ''inspector scholae''. Hann veiktist af [[Spænska veikin|spænsku veikinni]] og lá rúmfastur nokkrar vikur. Hann lauk [[stúdentspróf]]i vorið 1919.
* [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=792680 „Orðlausir draumar“; grein af Mbl.is 2004]
*[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=242668 „Aldaræfmæli Davíðs Stefánssonar – Æska og æskustöðvar“; grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1995]
*[https://glatkistan.com/2015/10/14/david-stefansson-fra-fagraskogi/ Glatkistan]
 
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
141

breyting