„Ríkharður ljónshjarta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
== Í Landinu helga ==
[[Mynd:Map Crusader states 1190-en.svg|thumb|right|Lönd krossfaranna árið 1190.]]
Síðan sigldu þau til Akkó og þangað kom Ríkharður [[8. júní]]. Hann gekk í bandalag við [[Guy af Lusignan]], sem hafði komið honum til hjálpar á Kýpur og átti í deilum við [[Konráður af Montferrat|Konráð af Montferrat]] um hvor þeirra skyldi vera konungur [[Konungsríkið Jerúsalem|Jerúsalem]]. Ríkharður var veikur þegar þarna var komið sögu en barðist þó með mönnum sínum í umsátrinu um Akra, sem krossförum tókst að vinna. Í framhaldi af því gerðu þeir samkomulag við [[Saladín soldánn|Saladín]] soldán]] um að þeir héldu ströndinni og mættu fara í pílagrímsferðir til Jerúsalem.
 
Fljótlega eftir þetta lenti Ríkharður í deilum við [[Leópold 5., hertogi af Austurríki|Leópold 5.]], hertoga af [[Austurríki]], sem fór á burt í fússi með menn sína. Filippus 2. hvarf einnig á brott eftir deilur við Ríkharð. Ríkharður fór svo frá Akkó en lét áður taka af lífi 2700 múslimska [[gísl]]a sem krossfarar höfðu tekið til að tryggja að Saladín héldi vopnahlésskilmála. Á fyrri helmingi [[1192]] var hann í [[Askalon]] og styrkti varnir borgarinnar. Hann vann nokkra sigra á her Saladíns en varð ekkert ágengt í sókninni til Jerúsalem.