Munur á milli breytinga „Alexander Lúkasjenkó“

ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
| nafn = Alexander Lúkasjenkó<br>{{small|Алякса́ндр Лукашэ́нка}}
| búseta =
| mynd = Президент Республики Беларусь Александр Лукашенко.jpg
| mynd = Lukasjenko-31.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti1 = {{small|Alexander Lúkasjenkó í herbúningi árið 2001.}}
 
== Ævi ==
Lúkasjenkó er kennari að mennt og hafði verið virkur í ungliðahreyfingu [[Hvítrússneski kommúnistaflokkurinn|hvítrússneska kommúnistaflokksins]]. Áður en hann hóf virka þátttöku í stjórnmálum var Lúkasjenkó aðstoðarframkvæmdastjóri samyrkjubús, framkvæmdastjóri ríkisbús og hafði gegnt þjónustu í sovéska landamæraverðinum og sovéska hernum.<ref>{{Vefheimild|titill=Meta forsetann meira en sjálfstæðið|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1929319|útgefandi=[[Morgunblaðið]]|ár=1999|mánuður=7. mars|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=16. október|höfundur=Jón Ólafsson}}</ref> Hann var eini hvítrússneski þingmaðurinn sem kaus á móti sjálfstæði landsins frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1991. Á tíunda áratugnum hélt Lúkasjenkó á lofti hugmyndum um endursameiningu Hvíta-Rússlands og Rússlands[[Rússland]]s<ref>{{Vefheimild|titill=Þjóð í greipum fortíðar|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/715886/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2003|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=16. október}}</ref> en í seinni tíð hefur hann lagt áherslu á mikilvægi fullveldis Hvíta-Rússlands, ekki síst vegna versnandi sambands hans við ríkisstjórn Rússlands.
 
Lúkasjenkó var mótfallinn því að innleiða efnahagslega frjálslyndisvæðingu í vestrænum stíl eftir [[fall kommúnismans]] og undir stjórn hans eru flestir mikilvægustu iðnaðir Hvíta-Rússlands því enn [[ríkisrekstur|ríkisreknir]]. Hvíta-Rússland hefur forðast [[einkavæðing]]una sem var framkvæmd í stórum stíl í flestum öðrum [[Sovétlýðveldi|Sovétlýðveldum]] eftir [[hrun Sovétríkjanna]]. Ríkisstjórn Lúkasjenkós hefur einnig viðhaldið mestöllu myndmáli og útliti Sovéttímans, sérstaklega í herskrúðgöngum á [[Sigurdagurinn í Evrópu|evrópska sigurdeginum]]. Vestrænir andstæðingar Lúkasjenkós kalla hann gjarnan „síðasta [[einræðisherra]] Evrópu“.<ref>{{Vefheimild|titill=Gengið til kosninga í síðasta einræðisríki Evrópu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5735809|útgefandi=[[blaðið]]|ár=2006|mánuður=16. mars|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=16. október}}</ref> Andstæðingar Lúkasjenkós fullyrða að ekkert ríki í Evrópu hafi jafnmarga leyniþjónustu- og lögreglumenn á sínum snærum miðað við höfðatölu og Hvíta-Rússland.<ref name=alexievitsj/> Lúkasjenkó hefur réttlætt stjórnarhætti sína með því móti að þeir hafi bjargað Hvíta-Rússlandi frá glundroða og komið í veg fyrir að fátækt og [[fáveldi]] festi þar rætur líkt og í öðrum fyrrum Sovétlýðveldum.
 
==Tilvísanir==
{{commonscat|Alexander_Lukashenko|Alexander Lúkasjenkó}}
<references/>
 
11.619

breytingar