„Bútan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 58:
 
Þegar Bútan birtist fyrst sem sérstakt ríki á vestrænu landakorti var það merkt með nafni sínu meðal heimamanna, ''Broukpa''. Meðal annarra heita landsins má nefna ''Lho Mon'' („dökka suðurland“), ''Lho Tsendenjong'' („suðurland sýprusviðarins“), ''Lhomen Khazhi'' („suðurland fjögurra hliða“) og ''Lho Menjong'' („suðurland lyfjagrasanna“).<ref>{{cite book |title = Beneath Blossom Rain: Discovering Bhutan on the Toughest Trek in the World |series = Outdoor Lives |first = Kevin |last = Grange |publisher = University of Nebraska Press |year = 2011 |isbn = 978-0-8032-3433-8 |url = https://archive.org/details/isbn_9780803234338 |url-access = registration |access-date = 18. október 2015 |df = dmy-all }}</ref><ref>{{cite book |url = https://books.google.com/books?id=ZvrWAAAAMAAJ |title = The Greenwood Encyclopedia of World Folklore and Folklife |volume = 2 |series = The Greenwood Encyclopedia of World Folklore and Folklife: Southeast Asia and India, Central and East Asia, Middle East |first = William M. |last = Clements |publisher = Greenwood Press |year = 2006 |isbn = 978-0-313-32849-7 |page = 105 |access-date = 18. október 2015 |archive-url = https://web.archive.org/web/20160112111434/https://books.google.com/books?id=ZvrWAAAAMAAJ |archive-date = 12. janúar 2016 |url-status=live |df = dmy-all }}</ref>
 
==Stjórnmál==
[[Mynd:King_Jigme_Khesar_Namgyel_Wangchuck.jpg|thumb|right|[[Jigme Khesar Namgyel Wangchuck]] hefur verið konungur Bútan frá 2004, en var krýndur 2006.]]
Í Bútan er [[þingbundin konungsstjórn]] og [[þingræði]]. Fræðimaðurinn Dhurba Rizal hefur lýst því sem [[hálflýðræði]] þar sem aðeins minniháttar breytingar hafi verið gerðar á stjórnskipuninni áður en einveldið var afnumið árið 2000.<ref>{{cite book |last1=Rizal |first1=Dhurba |title=The Royal Semi-Authoritarian Democracy of Bhutan |date=2015 |publisher=Lexington Books |isbn=9781498507486 |page=309 |url=https://books.google.com/books?id=4M1_CgAAQBAJ&pg=PA309&lpg=PA309&dq=bhutan+semi-democracy&source=bl&ots=OgS3-EG16B&sig=ACfU3U3ONjJIeRZ5wAzEknUjVvi_lzx0bQ&hl=en&sa=X&ved=2ahUKEwi2oZHDpsvpAhU8oXIEHWFRB0QQ6AEwAnoECAoQAQ#v=onepage&q=bhutan%20semi-democracy&f=false |accessdate=24. maí 2020}}</ref> Ríkjandi konungur er [[Jigme Khesar Namgyel Wangchuck]]. [[Lotay Tshering]], leiðtogi flokksin [[Druk Nyamrup Tshogpa]], er [[forsætisráðherra Bútan]].
 
„Drekakonungurinn“, ''[[Druk Gyalpo]]'', er [[þjóðhöfðingi]] landsins.<ref>{{cite web|title=Bhutan 2008|url=https://www.constituteproject.org/constitution/Bhutan_2008?lang=en|website=Constitute|accessdate=30 March 2015|archive-url=https://web.archive.org/web/20150402100434/https://www.constituteproject.org/constitution/Bhutan_2008?lang=en|archive-date=2. apríl 2015|url-status=live}}</ref> Kosningakerfið byggist á [[almennur kosningaréttur|almennum kosningarétti]]. Löggjafinn skiptist í [[þjóðarráð Bútan]] með 25 kjörna þingmenn í efri deild, og [[þing Bútan]] með 47 kjörna þingmenn.
 
[[Ríkisstjórn Bútan]] fer með framkvæmdavaldið og [[forsætisráðherra Bútan]] er stjórnarleiðtogi. Löggjafarvaldið er bæði hjá ríkisstjórninni og þinginu. Dómsvaldið liggur hjá dómstólum. Lagakerfið Bútan er að stofni til [[Tsa Yig]]-klausturréttur undir miklum áhrifum frá [[enskur fordæmisréttur|enskum fordæmisrétti]].
 
==Tilvísanir==