Munur á milli breytinga „Ísland“

37 bætum bætt við ,  fyrir 1 mánuði
Um 65% íbúa búa á [[Höfuðborgarsvæðið|Höfuðborgarsvæðinu]] eða um 233.000 manns (2020). Um 6% búa í strjálbýli, þ.e. í byggðakjörnum undir 200 manns. <ref>[https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldi-eftir-byggdakjornum-2001-2020/ Mannfjöldi e. byggðakjörnum]Hagstofa, skoðað 22. júlí 2020</ref>
 
=== [[Innflytjendur á Íslandi]] ===
{{Aðalgrein|Innflytjendur á Íslandi}}
Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög á Íslandi á 21. öld. Árið 2005 var fjölgunin 29,5% og 34,7% árið eftir.<ref name="innflytjendur">{{Vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/11/6_8_prosent_ibua_erlendir_rikisborgarar/|titill=6,8% íbúa erlendir ríkisborgarar|ár=2008|mánuður=11. mars|útgefandi=Mbl.is}}</ref> Árið 2007 voru erlendir ríkisborgarar 18.563 talsins (6[[%]] af íbúum Íslands), og þann 1. janúar 2008 voru 21.434 erlendir ríkisborgarar skráðir (6,8[[%]] af íbúum Íslands).<ref name="innflytjendur"/> Árið 2020 var samkvæmt Hagstofunni hlutfall innflytjenda 15,2% eða um 55.000, tæplega 40% af þeim eru [[Pólland|pólskir]].