Munur á milli breytinga „Hallgrímur Benediktsson“

ekkert breytingarágrip
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
 
'''Hallgrímur Benediktsson''' ([[20. júlí]] [[1885]] á Vestdalseyri við [[Seyðisfjörður|Seyðisfjörð]] – [[26. febrúar]] [[1954]]) var þjóðkunnur athafnamaður á sinni tíð, sat í bæjarstjórn [[Reykjavík]]ur, sat á þingi fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] og var frægur glímukappi. Frægasti sigur hans var þegar hann hafði betur í glímu við [[Jóhannes Jósefsson]] í [[Konungsglíman|konungsglímunni]] á [[Þingvellir|Þingvöllum]] [[1907]]. Þá var Hallgrímur í íslenska flokknum sem sýndi glímu á [[Sumarólympíuleikarnir 1908|Ólympíuleikunum í Lundúnum 1908]].
 
Hallgrímur fæddist á [[Vestdalseyri]] við [[Seyðisfjörður|Seyðisfjörð]], sonur Benedikts Jónssonar smiðs og bónda á Refsstað og Rjúpnafelli í [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]. Benedikt var sonur hins kunna glímumanns séra Jóns Þorsteinssonar í [[Reykjahlíð (Mývatnssveit)|Reykjahlíð]], ættföður Reykjahlíðarættar. Móðir Hallgríms var seinni kona Benedikts, ''Guðrún Björnsdóttir'', bónda á Stuðlum í Norðfirði. Eiginkona Hallgríms var Áslaug Zoega, dóttir Geirs Zoega, rektors Menntaskólans ií Reykjavík.
 
Þau voru foreldrar [[Geir Hallgrímsson|Geirs Hallgrímssonar]], sem varð forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri. Önnur börn þeirra voru Björn Hallgrímsson forstjóri og Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, sem stjórnuðu eftir hans dag mörgum þeim fyrirtækjum, sem Hallgrímur kom á fót.
Óskráður notandi