„Mývatnssveit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 11:
 
== Byggð ==
Áður var talið að Mývatnssveit hefði byggst í lok landnámsaldar, þegar láglendið var fullbyggt, og [[Landnámabók]] eru taldir upp þrír menn sem fyrstir bjuggu í sveitinni en enginn þeirra er kallaður [[landnámsmaður]]. Þetta voru þeir [[Þorsteinn Sigmundarson]], sem líklega bjó í [[Reykjahlíð (Mývatnssveit)|Reykjahlíð]], [[Þorkell hái]], sem bjó á [[Grænavatn]]i, og [[Geiri (landnámsmaður)|Geiri]], sem bjó á Geirastöðum sunnan Mývatns. Hins vegar hafa fornleifarannsóknir gefið til kynna að sveitin hafi byggst strax um 870. Mikill fornleifauppgröftur og rannsóknir hafa farið fram á Hofstöðum í Mývatnssveit á undanförnum árum.<ref>[http://wayback.vefsafn.is/wayback/20100816155115/www.ramy.is/voktun-lifrikis/landnam-og-%C3%BEjo%C3%B0veldi/ Menningarminjar. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn.] Skoðað 13. nóvember 2010.</ref>
[[Mynd:Myvatn Nature Baths by Bruce McAdam.jpg|thumb|right|Jarðböðin við Mývatn.]]
[[Sauðfjárbúskapur]] og [[silungur|silungsveiði]] voru löngum aðalatvinnuvegir Mývetninga. Á síðustu öld var starfrækt þar [[kísilþörungar|kísilþörungavinnsla]] í nærri fjörutíu ár og höfðu margir atvinnu í kísiliðjunni en rekstri hennar var hætt árið 2004. Nú er [[ferðaþjónusta]] mikilvægur atvinnuvegur í sveitinni. Þéttbýlt er við Mývatn og í Reykjahlíð er þorp, auk þess sem dálítill byggðarkjarni er á [[Skútustaðir|Skútustöðum]].