„Laxá (Aðaldal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
skipti mynd
Asmjak (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:2008-05-19 24 The Laxá from the Bridge of Road 848.jpg|thumb|400px|Laxá í Aðaldal]]
'''Laxá í Aðaldal''' er [[lindá]] í [[Suður-Þingeyjarsýsla|Suður-Þingeyjarsýslu]], önnur vatnsmesta [[bergvatnsá]] landsins og ein þekktasta [[lax]]veiðiáin. Hún á upptök í [[Mývatn]]i og rennur þaðan um [[Laxárdalur (Suður-Þingeyjarsýslu)|Laxárdal]] og [[Aðaldalur|Aðaldal]] til sjávar í [[Skjálfandaflói|Skjálfandaflóa]]. Ofan við [[Brúarfossa]] nefnist hún [[Laxá í Laxárdal (Þingeyjarsýslu)|Laxá í Laxárdal]]. Frá Mývatni til sjávar er áin um 58 kílómetrar að lengd.
 
Náttúrufegurð þykir mikil við Laxá en áin rennur á hrauni allan Aðaldal að [[Æðarfossar|Æðarfossum]] neðan við [[Laxamýri]], um 1 km frá sjó, en þar fellur hún fram af hraunbrúninni. Brúarfossar eru þó ekki svipur hjá sjón eftir að Laxá var virkjuð þar um 1950.