„Ál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekki þörf á að nefna mjög sjaldgæf samheiti
Merki: 2017 source edit
Lína 73:
== Álvinnsla á Íslandi ==
[[Mynd:Fjarðarál2_03092006.jpg|thumb|right|Álver [[Fjarðarál]]s á Reyðarfirði meðan það var í byggingu.]]
Á Íslandi hófst álvinnsla árið 1969 með gangsetningu [[Álverið í Straumsvík|Álversins í Straumsvík]] (ISAL), álvers [[Íslenska álfélagið|Íslenska álfélagsins]], ISAL. Framleiðslan fyrsta árið var 33.000 tonn. Eigandi félagsins var svissneska álfyrirtækið [[Alusuisse]] sem árið 2000 var keypt af kanadíska álfyrirtækinu Alcan, sem nú heitir [[Rio Tinto]]. Hinn 11. júní árið 1998 var gangsett álver [[Norðurál]]s á Grundartanga í Hvalfirði. Eigandi þess er bandaríska álfyrirtækið [[Century Aluminium]]. Í júní 2007 var svo gangsett álver [[Alcoa Fjarðaál]]s á Reyðarfirði. Það er í eigu bandaríska álrisans [[Alcoa]]. Fyrsti ársfjórðungur 2008 var fyrsti ársfjórðungur þar sem ál fór fram úr sjávarafurðum í verðmæti vöruútflutnings, með 37,7% heildar.<ref>[http://www.ruv.is/heim/vefir/ras1/spegillinn/meira/store156/item222102/ Útvarpsþátturinn Spegillinn 18. ágúst 2008] (Skoðað 2. september 2008).</ref> Þá er því spáð að álútflutningur verði rúmlega 30% heildarútflutningstekna Íslands fyrir árið 2008 sem er 70% aukning frá fyrra ári þegar hann var 17,8%. Árið 2009, þegar Fjarðaál verður komið í fulla framleiðslugetu, er því spáð að hlutfallið fari vel yfir 30%.<ref>[http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/10/alutflutningstekjur_yfir_30_prosent/ „Útflutningstekjur vegna áls yfir 30%“] Mbl.is 10. september 2008 (Skoðað 10. september 2008).</ref> Þar með hefur Ísland langmesta álframleiðslu allra landa sem hlutfall útflutningstekna.
 
== Efnafræði ==