„Námafjall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Hnit tekið út
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 3:
[[File:N%C3%A1mafjall_in_summer_2009_%287%29.jpg|thumb|left|Námafjall og Hverarönd]]
 
'''Námafjall''' og umhverfi er [[háhitasvæði]] sem liggur um sprungurein sem nær norðurnorðan úr [[Öxarfjörður|Öxarfirði]] gegnum [[eldstöð]]ina [[Krafla|Kröflu]] og suður fyrir [[Hverfell]]. Jarðhitanum er viðhaldið af kvikuinnskotum frá eldstöðinni.
 
Þjóðvegurinn milli [[Mývatn]]s og Austurlands liggur um [[Námaskarð]] rétt austan [[Bjarnarflag]]s milli [[Dalfjall]]s og Námafjalls.
Lína 9:
Þétt [[sprungubelti]] liggur yfir allt Námafjallssvæðið en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu [[Hverarönd]]. Á því svæði eru margir [[gufuhver|gufu-]] og [[leirhver]]ir, en engir [[vatnshver]]ir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi en gufuhverirnir eru margir ekki annað en [[borhola|borholur]] sem búið er að hlaða grjóti yfir. [[Jarðvegur]] ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og fellur út [[brennisteinn]]. Fyrr á öldum var mikið [[brennisteinsnám]] við Námafjall en á miðöldum var brennisteinninn notaður í [[púður]]. Eigendur [[Reykjahlíð]]ar auðguðust mikið á sölu brennisteins. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru nýttar af og til fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði í nokkur ár.
 
Jarðhitasvæðið við Námafjall og allur [[Skútustaðahreppur]] var [[friðlýst svæði|friðlýst]] árið [[1974]].
 
== Heimildir ==