Munur á milli breytinga „Danmörk“

49 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
ekkert breytingarágrip
Danmörk samanstendur af [[Jótlandsskagi|Jótlandsskaga]] og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að [[vestur|vestan]], [[norður|norðan]] og [[austur|austan]]. Að vestan er [[Norðursjór]], [[Skagerrak]] og [[Kattegat]] að norðvestan og norðaustan og [[Eystrasalt]] að austan, en að [[suður|sunnan]] á Danmörk landamæri að [[Þýskaland]]i við suðurenda Jótlands. Jótland er [[skagi]] sem gengur til [[norður]]s út úr [[Evrópa|Evrópuskaganum]]. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra [[eyja]] sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru [[Sjáland]] og [[Fjón]]. Helstu [[borg]]ir eru [[Kaupmannahöfn]] á Sjálandi; [[Óðinsvé]] á Fjóni; [[Árósar]], [[Álaborg]], [[Esbjerg]], [[Randers]], [[Kolding]], [[Horsens]] og [[Vejle]] á Jótlandi.
 
Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan [[Eyrarsund]]s, [[Skánn|Skán]], [[Halland]] og [[Blekinge]] og einnig bæði héruðin [[Slésvík]] og [[Holtsetaland]] og náðu landamærin suður fyrir [[Hamborg]] þegar veldið var sem mest. [[Danakonungar|Danska konungsættin]] er elsta ríkjandi konungsætt í [[jörðin|heimi]]. Á [[19. öldin|nítjándu öld]] gekk [[Noregur]] úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir [[svíþjóð|sænska]] konunginum. Á [[20. öld]] fékk svo [[Ísland]] sjálfstæði frá Dönum, en [[Færeyjar]] og [[Grænland]] eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið [[heimastjórn]].:D
 
== Heiti ==
[[Mynd:Jelling gr kl Stein.JPG|thumb|left|200px|Jalangurssteinarnir]]
Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkr og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinn [[Danir (ættflokkur)|Danir]] eða konunginn [[Dan konungur|Dan]], og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengt [[þýska]] orðinu ''Tenne'' „þreskigólf“, [[enska]] ''den'' „ hellir“ og [[sanskrít]] ''dhánuṣ-'' (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga í Suður-[[Slésvík]], kannski svipað nöfnunum [[Finnmörk]], [[Heiðmörk (fylki í Noregi)|Heiðmörk]], [[Þelamörk]] og [[Þéttmerski]]. Í [[fornnorræna|fornnorrænu]] var nafnið stafað ''Danmǫrk''. :)
 
Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er á [[Jalangurssteinninn|Jalangurssteininum]], sem eru [[rúnasteinn|rúnasteinar]] taldir hafa verið settir upp af [[Gormur gamli|Gormi gamla]] (um árið 955) og [[Haraldur blátönn|Haraldi blátönn]] (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, í [[þolfall]]i {{rúnir|.}} „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og í [[eignarfall]]i „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum. :(
 
==Landafræði==
Danmörk á aðeins landamæri að Þýskalandi og er lengd landamæranna 140 km. Strandlengjan er 7 314 km. Hæsti punktur er Møllehøj, á mið-austur Jótlandi, 171 (170,86) metra hár. Flatarmál Danmerkur er 42 434 km2. Danmörk á ekki verulegt hafsvæði og bætist innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43 094 km2. Stöðuvötn þekja 660 km2. -_-
 
== Saga ==
{{hreingera}}
=== Fornsaga ===
Búið hefur verið í Danmörku síðan um það bil 12.500 f.Kr. og eru sannindamerki um [[landbúnaður|landbúnað]] frá 3600 f.Kr. [[Bronsöld]]in í Danmörku var frá 1800–600 f.Kr. og þá voru margir [[haugur|haugar]] orpnir. Í þeim hafa fundist [[lúður|lúðrar]] og [[Sólvagninn]]. Fyrstu Danir komu til landsins á rómversku [[járnöld]] (1–400 e.Kr.). Þá var verslun milli [[Rómaveldi]]sins og ættflokka í Danmörku og [[rómverskir peningar]] hafa fundist þar. Ennfremur finnast sannindamerki um áhrif frá [[Keltar|Keltum]], meðal annars [[Gundestrup-potturinn]]. ;)
 
=== Víkingaöld ===
{{aðalgrein|Víkingaöld}}
Frá [[8. öldin|8. öld]] til [[11. öldin|11. aldar]] voru Danir meðal þeirra sem þekktir voru sem [[Víkingar]]. Víkingar námu [[Ísland]] á [[9. öldin|9. öld]] með viðkomu í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Frá Íslandi sigldu þeir til [[Grænland]]s og þaðan til [[Vínland]]s (líklega [[Nýfundnaland]]s) og settust þar að. Víkingar voru snillingar í [[skipasmíðar|skipasmíðum]] og gerðu árásir á [[Bretland]]i og [[Frakkland]]i. Þeir voru líka mjög lagnir í verslun og viðskiptum og sigldu siglingaleiðir frá Grænlandi til [[Istanbúl|Konstantínusarborgar]] um [[Rússland|rússneskar]] ár. Danskir víkingar voru mjög virkir á Bretlandi, [[Írland]]i og í [[Frakkland]]i og settust að í sumum hlutum Englands og náðu þar völdum (þ.e. [[Danalög]]). 0o0
 
==Stjórnmál==
[[Mynd:Drottning_Margrethe_av_Danmark_crop.jpg|thumb|right|Margrét Þórhildur hefur verið Danadrottning frá 1972]]
Í Danmörku er formlega [[þingbundin konungsstjórn]]. [[Danakonungur|Drottning Danmerkur]], [[Margrét 2.]], er [[þjóðhöfðingi]] sem fer formlega með [[framkvæmdavald]] og er forseti [[ríkisráð Danmerkur|ríkisráðs Danmerkur]]. Eftir upptöku [[þingræði]]s í Danmörku er hlutverk þjóðhöfðingjans aðallega táknrænt eins og formleg skipun og uppsögn [[forsætisráðherra Danmerkur]] og annarra ráðherra í [[ríkisstjórn Danmerkur]]. Drottningin ber ekki sjálf ábyrgð á stjórnarathöfnum og persóna hennar er friðhelg.;((
 
Danmörk er í fimmta sæti í [[lýðræðisvísitalan|lýðræðisvísitölu]] ''[[Economist]]'' og í fyrsta sæti [[spillingarvísitalan|spillingarvísitölu]] [[Transparency International]]. :D
 
===Stjórnvöld===
[[Mynd:Det_danske_parlament.jpg|thumb|left|Fundarsalur danska þingsins í Kristjánsborgarhöll sem hýsir auk þess hæstarétt og skrifstofu forsætisráðherra]]
Stjórnskipan í Danmörku byggist á [[stjórnarskrá Danmerkur]] sem var samin árið [[1849]]. Til að breyta stjórnarskránni þarf hreinan meirihluta á tveimur þingum og síðan einfaldan meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu með minnst 40% þátttöku. Henni hefur verið breytt fjórum sinnum, síðast árið 1953. !.!
 
[[Þjóðþing Danmerkur]] (''Folketinget'') fer með [[löggjafarvald]] og situr í einni deild. Það er æðsti löggjafi landsins, getur sett lög um alla hluti og er óbundið af fyrri þingum. Til að lög öðlist gildi þarf að leggja þau fyrir ríkisráðið og þjóðhöfðingjann sem staðfestir þau með undirskrift sinni innan 30 daga. :)
 
Í Danmörku er [[þingbundin konungsstjórn]] og [[fulltrúalýðræði]] með [[almennur kosningaréttur|almennum kosningarétti]]. Þingkosningar eru [[hlutfallskosning]]ar milli [[stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokka]] þar sem flokkar þurfa minnst 2% atkvæða til að koma að manni. Á þinginu eru 175 þingmenn auk fjögurra frá Grænlandi og Færeyjum. Þingkosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti hið minnsta en forsætisráðherra getur óskað eftir því að þjóðhöfðingi boði til kosninga áður en kjörtímabili lýkur. Þingið getur neytt forsætisráðherra til að segja af sér með því að samþykkja [[vantraust]] á hann. :(
 
Framkvæmdavaldið er formlega í höndum drottningar, en forsætisráðherra og aðrir ráðherrar fara með það fyrir hennar hönd. Forsætisráðherra er skipaður sá sem getur aflað meirihluta í þinginu og er venjulega formaður stærsta stjórnmálaflokksins eða leiðtogi stærsta flokkabandalagsins. Oftast er ríkisstjórn Danmerkur [[samsteypustjórn]] og oft líka [[minnihlutastjórn]] sem reiðir sig á stuðning minni flokka utan ríkisstjórnar til að ná meirihluta í einstökum málum. :D
 
Frá [[þingkosningar í Danmörku 2019 |þingkosningum 2019]] hefur [[Mette Frederiksen]] verið forsætisráðherra í eins flokks minnihlutastjórn [[Jafnaðarmannaflokkurinn (Danmörk)|Jafnaðarmannaflokksins]] með stuðningi annarra vinstri- og miðjuflokka. :(
 
===Dómsvald===
Í Danmörku gildir [[rómverskur réttur]] sem skiptist milli dómstóla á sviði [[einkaréttur|einkaréttar]] og [[stjórnsýsluréttur|stjórnsýsluréttar]]. Dómskerfi landanna sem mynda konungsríkið er aðskilið en hægt er að skjóta málum frá Færeyjum og Grænlandi til [[hæstiréttur Danmerkur|hæstaréttar Danmerkur]] sem er æðsta dómsvald í Danmörku.
 
Greinar 62 og 64 í stjórnarskránni kveða á um sjálfstæði dómstóla frá ríkisstjórn og þingi. 0-0
 
===Alþjóðatengsl og her===
Óskráður notandi