Munur á milli breytinga „Kópavogur“

6 bæti fjarlægð ,  fyrir 4 mánuðum
ekkert breytingarágrip
 
:''Sjá einnig: [[Höfuðborgarsvæðið]] og [[Reykjanesskagi]]''
 
Kópavogsbær er samtals 80 km² að stærð og er og er í 65. sæti af 76 sveitarfélögum á Íslandi eftir stærð, á undan Garðabæ. Sveitarfélagið er á þremur aðskildum landspildum á milli [[Reykjavík]]ur, [[Garðabær|Garðabæjar]] og [[Mosfellsbær|Mosfellsbæjar]] innst á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Öll byggð í Kópavogi er á því landi sem afmarkast af [[Fossvogsdalur|Fossvogsdal]] í norðri, [[Breiðholt]]i og [[Elliðavatn]]i í austri og Garðabæ í suðri. Vestast í bænum er [[Kársnes]] sem liggur á milli Kópavogs og Fossvogs. Í miðjum bænum er Kópavogsdalur og eftir honum rennur Kópavogslækur, sem er í daglegu tali oft kallaður Skítalækurinn þar sem skólpi var veitt í hann fyrr á árum. Milli Kópavogsdals og Elliðavatns eru ávöl holt og hæðir áberandi. Þar má nefna örnefni eins og Leirdal, Hnoðraholt og Rjúpnahæð. Fyrsta þéttbýli í Kópavogi þróaðist á Kársnesi og á Kópavogshálsi sem liggur inn af Kársnesi og skilur að Fossvogsdal og Kópavogsdal. Á undanförnum tveimur áratugum hefur Kópavogur byggst upp frá norðvestri til suðausturs í átt að Elliðavatni. Í botni Kópavogsdals eru útivistarsvæði og íþróttamannvirki, en sitt hvoru megin eru þéttbýl íbúða- og verslunarhverfi. Það landsvæði Kópavogs sem er ekki uppbyggt liggur annars vegar á Sandskeiðum, vestan [[Vífilfell (fjall)|Vífilfells]], og hins vegar á Húsfellsbruna á milli Húsfells og [[Bláfjöll|Bláfjalla]]. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er í landi Kópavogs.
 
=== Náttúra ===
Óskráður notandi