„Morgunblaðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Leiðrétti að RÚV hefði verið á undan með fréttavef árið 1996. Svo var ekki, heldur var þar aðeins að finna hljóðskrár með efni, sem áður hafði verið útvarpað. Morgunblaðið hafði þess utan verið með vef með efni blaðsins frá 1993.
Innsláttarvillur lagaðar
Lína 13:
}}
[[Mynd:Dukskot17nov1913.jpg|thumb|300px|Fyrsta fréttamyndin sem birtist í íslensku dagblaði var þessi mynd af Dúkskoti sem birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 1913 í tengslum við morðmál.]]
'''''Morgunblaðið''''' er íslenskt [[dagblað]] sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi, nema á sunnudögum. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913 og hefur verið gefið út af [[Árvakur|Árvakri]] síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir [[Vilhjálmur Finsen]] og Ólafur Björnsson, yngri bróðir [[Sveinn Björnsson|Sveins Björnssonar]] forseta.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1319422&lang=0 Morgunblaðið 1958]</ref> Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á [[Netið|netinu]] fyrst fjölmiðilafjölmiðla á ÍslandÍslandi.
 
Morgunblaðið hefur alla tíð fylgt borgaralegri ritstjórnarstefnu, til hægri við miðju, og jafnan fylgt [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]] að málum, þó á því hafi mátt finna ýmsar veigamiklar undantekningar. Það kom einkum fram í aðdraganda kosninga, blaðið dró hvergi af sér í baráttu fyrir lýðveldisstofnun 1944, tók eindregna afstöðu með samstarfi vestrænna lýðræðisríkja í Kalda stríðinu og barðist fyrir útærslu fiskveiðilögsögunnar. Morgunblaðið hefur haldið á lofti málstað einstaklingsfrelsis og einkaframtaks en varað við útþenslu hins opinbera og aukinni skattheimtu, þó þar hafi einnig gætt áherslu á þjóðleg gildi, menningu og félagslega hjálp.