„Landvarnarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Árið 1902 virtist ætla að myndast þverpólitísk samstaða á [[Alþingi]] um samþykkt stjórnarskrárfrumvarps um [[heimastjórn]]. Róttækir andstæðingar frumvarpsins utan þings töldu að í því fælust ákvæði sem væru með ölu óásættanleg. Þeir efndu til almenns fundar í [[Reykjavík]] í ágústmánuði sama ár þar sem frumvarpinu var mótmælt.
 
Í ársbyrjun 1903 tók félagsskapur Landvarnarmanna að fá á sig formlegri mynd. Það varð félag þeirra sem lengst vildu ganga í sjálfstæðisbaráttunni og heyrðust jafnvel raddir um fullan aðskilnað Íslands og [[Danmörk|Danmerkur]]. Hugmyndafræðilegur leiðtogi flokksins í fyrstu var Jón Jensson háyfirdómaiháyfirdómari og fyrrum Alþingismaður. Hann bauð sig fram til þings árin 1902 og 1903 en náði kjöri í hvorugt skiptið. Bróðir hans, Sigurður Jensson, sat hins vegar á þingi fyrir Barðstrendinga og gekk til liðs við hina nýju hreyfingu og varð þannig fyrsti fulltrúi Landvarnarflokksins á þingi
 
Kunnasti leiðtogi Landvarnarmanna meðal almennings var vafalítið skáldið Einar Benediktsson, sem barðist gegn stjórnarskrárfrumvarpinu í ræðu og riti. Á árinu 1903 hófu flokksmenn útgáfu tveggja blaða: ''Ingólfs'' og ''Landvarnar''. Varð fyrrnefnda blaðið aðalmálgagn flokksins, fyrst undir ritstjórn [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna frá Vogi]] en síðar [[Benedikt Sveinsson (yngri)|Benedikts Sveinssonar]].