„Valtýr Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Andresm (spjall | framlög)
Tilgreindi dætur Valtýs.
Andresm (spjall | framlög)
Bætti við kafla um blaðamennskuferil Valtýs, sem vantaði tilfinnanlega.
Lína 1:
[[Mynd:De journaliste Anita Jaochim tussen de schilderes Kristín Jónsdóttir en haar ech, Bestanddeelnr 190-0476.jpg|thumb|Valtýr Stefánsson (1934)]]
'''Valtýr Stefánsson''' ([[26. janúar]] [[1893]], að [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum]] á [[Hörgárdalur|Hörgárdal]] — [[16. mars]] [[1963]]) var ritstjóri [[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]] í 39 ár og talinn faðir íslenskrar nútíma blaðamennsku.<ref>{{cite web| url=http://www.forlagid.is/?p=5631| title=Valtýr Stefánsson - Ritstjóri Morgunblaðsins.|publisher=forlagid.is| accessdate=1. ágúst| accessyear=2012}}</ref>
 
== Ævi og störf ==
Foreldrar Valtýs voru Stefán Stefánsson, skólameistari, og kona hans, Steinunn Frimannsdóttir frá Helgavatni í Húnavatnssýslu. Hann stundaði nám i gagnfræðaskólanum á Akureyri, en lauk síðan stúdentsprófi við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] árið 1911. Síðan stundaði hann búnaðarnám í [[Hólaskóla]] árin 1911—1912 til þess að búa sig undir framhaldsnám í búnaðarfræðum. Hóf hann siðan nám við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk heimspekiprófi í Kaupmannahöfn árið 1913 en kandidatsprófi í búnaðarfræðum árið 1914. Síðan stundaði hann framhaldsnám við Landbúnaðarháskólann árin 1915—1917 og vann þá jafnframt við jarðarbótadeild danska Heiðafélagsins frá árslokum 1917 til ársloka 1918. <ref>{{cite web| url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=112176&pageId=1349318| title=Morgunblaðið 19. mars 1963 Valtýr Stefánsson ristj. látinn| publisher=timarit.is| accessdate=1. ágúst| accessyear=2012}}</ref>
 
Heimkominn frá námi hóf hann störf sem búnaðarráðunautur en var jafnframt ritstjóri og meðútgefandi búnaðarblaðsins Freys 1923-1925, Árið 1924 var hann ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins ásamt Jóni Kjartanssyni og var hann ritstjóri þess til æviloka 1963. Jafnframt því var hann um langa hríð ritstjóri Ísafoldar þegar hún var vikublaðsútgáfa Morgunblaðsins og Lesbókar þess sömuleiðis.Valtýr byggði Morgunblaðið upp, breytti því úr bæjarblaði í Reykjavík í „blað allra landsmanna“ líkt og sagði í auglýsingaslagorði þess. gerði það að stórveldi íslenskrar fjölmiðlunar og var vakandi fyrir helstu straumum í blaðaútgáfu. Þá kappkostaði hann öguð og skipuleg vinnubrögð í blaðamennsku, en á nær fjögurra áratuga ferli fóstraði hann ófáar kynslóðir íslenskra blaðamanna.
 
Auk blaðamennsku gegndi Valtýr ýmsum trúnaðarstörfum öðrum. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík um skeið, sat í útvarpsráði, var formaður menntamálaráðs, í stjórn Búnaðarfélags Íslands og í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1940 til 1961, en skógrækt var honum hjartfólgin. Valtýr var tvisvar formaður Blaðamannafélags Íslands og var gerður að heiðursfélaga þess.
 
Valtýr Stefánsson kvæntist [[17. maí]] 1917 [[Kristín Jónsdóttir (listmálari)|Kristínu Jónsdóttur]] (1888- 1959), listmálara frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Áttu þau tvær dætur Helgu leikkonu og Huldu blaðamann og þýðanda.