„Sjálfstæðisflokkurinn eldri“: Munur á milli breytinga

Fyrsta [[samsteypustjórn]] Íslandssögunnar var mynduð undir forsæti [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jóns Magnússonar]] árið 1917 og átti Sjálfstæðisflokkurinn-þversum aðild að henni. Fyrst gegndi [[Björn Kristjánsson]] embætti fjármálaráðherra en síðar Sigurður Eggertz.
 
[[Alþingiskosningar 1919|Alþingiskosningar]] fóru fram árið 1919. Þegar þing kom saman á árinu eftir gengu þeir þingmenn sem áður höfðu tilheyrt Sjálfstæðisflokknum-langsum til liðs við [[Utanflokkabandalagið]] og hvarf það flokksbrot þar með úr sögunni. Árið 1920 myndaði Jón Magnússon nýja ríkisstjórn að þessu sinni án Sjálfstæðisflokksins. Togstreita borgaralegu aflanna á þessum árum birtist í [[bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík|bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík]] þar sem Sjálfstæðisflokkurinn-þversum bauð fram í eigin nafni [[Bæjarstjórnarkosningar_í_Reykjavík#1918|í kosningunum 1918]] og fékk óverulegt fylgi, í samfloti með öðrum borgaralegum öflum [[Bæjarstjórnarkosningar_í_Reykjavík#1920|í kosningunum 1920]] og vann þar sigur, en síðar sama ár var Sigurður Eggerz í framboði í [[Borgarstjórakosningin 1920|beinu kjöri til borgarstjóra]], studdur af [[jafnaðarstefna|jafnaðarmönnum]].
 
Sigurður Eggerz tók við embætti forsætisráðherra árið 1922 og sat í rúm tvö ár. Í landskjöri árið 1922 studdi Sjálfstæðisflokkurinn óháðan lista Sjálfstæðismanna en beið afhroð. Fyrir [[Alþingiskosningar 1923|kosningarnar 1923]] var því afráðið að bjóða ekki fram undir eigin merkjum heldur í samfloti við [[Sparnaðarbandalagið]] og Heimastjórnarflokk í kosningabandalagi sem nefndist [[Borgaraflokkurinn (eldri)|Borgaraflokkurinn]].
Óskráður notandi