„Sjálfstæðisflokkurinn eldri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Þegar komið var til þings var flokkurinn stofnaður með formlegum hætti. Hafði hann á mörgum öflugum forystumönnum að skipa, svo sem hinum nýkjörna [[Björn Jónsson|Birni Jónssyni]] ritstjóra [[Ísafold|Ísafoldar]], [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] og Landvarnarmennina [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna frá Vogi]] og [[Benedikt Sveinsson (yngri)|Benedikt Sveinsson]]. Björn Jónsson varð ráðherra fyrir tilstyrk flokksfélaga sinna, en óánægja með störf hans leiddi til [[vantrauststillaga|vantrauststillögu]] árið 1911 sem hluti flokksmanna stóðu að ásamt [[Heimastjórnarflokkurinn|Heimastjórnarflokki]]. Hlutu þeir flokksfélagar Björns sem að vantraustinu stóðu viðurnefnið ''Sparkliðið''.
 
Embættismissir Björns Jónssonar leiddi til tvöfalstvöfalds klofnings Sjálfstæðisflokksins. Fyrst var einn þingmanna hans, [[Kristján Jónsson (dómsstjóri og ráðherra)|Kristján Jónsson]] útnefndur [[forsætisráðherra Íslands|ráðherra Íslands]] í óþökk meirihluta þingflokksins sem studdi Skúla THoroddsenThoroddsen, gekk Kristján þá úr flokknum. Þá sögðu Björn Jónsson og stuðningsmenn hans skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Gengu þeir til liðs við hinn nýstofnaða [[Sambandsflokkurinn|Sambandsflokk]] árið 1912 ásamt stórum hluta Heimastjórnarmanna, þar á meðan gamla erkióvininum Hannesi Hafstein. Markmiðið var að finna málamiðlun í stjórnarskrármálinu. Þegar það fór út um þúfur árið 1914 lognaðist flokkurinn út af meðlimir hans fóru flestir hverjir aftur til síns heima í Heimastjórnarflokki og Sjálfstæðisflokki.
 
=== Langsum og þversum ===