„Sjálfstæðisflokkurinn eldri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{mannaðgreiningartengill|Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkurinn}}
 
'''Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)''' var [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmálaflokkur]] sem formlega var stofnaður þann [[14. febrúar]] árið [[1909]] af 24 Alþingismönnum, en í [[Alþingiskosningar 1908|kosningunum árið áður]] hafði sama heiti verið notað um kosningabandalag [[Þjóðræðisflokkurinn|Þjóðræðisflokks]] og [[Landvarnarflokkurinn|Landvarnaflokks]]. Flokkurinn klofnaði ítrekað og runnu einstakir hlutar hans inn í aðra flokka, síðast árið 1926.
'''Sjálfstæðisflokkurinn eldri''' bauð fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í [[Reykjavik]] [[24. janúar]] [[1908]], á móti sameiginlegu framboði kvenfélaganna í bænum undir stjórn [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríetar Bjarnhéðinsdóttur]]. Í alþingiskosningum sama haust bauð flokkurinn fram lista, sem samanstóð af af andstæðingum [[Uppkastið|uppkastsins]] og hlaut 25 þingmenn. Framan af átti flokkurinn erfitt uppdráttar, en þeir sem að honum stóðu gengu sumir í [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] [[1916]] og Nýja [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] [[1929]].
 
== Saga ==
Þjóðræðisflokkur og Landvarnarflokkur sameinuðust í andstöðu sinni við [[Uppkastið]], sem var aðalmál Alþingiskosninganna 1908. Í fyrrnefnda flokknum voru andstæðingar [[Hannes Hafstein|Hannesar Hafstein]] úr stuðningsliði [[Valtýr Guðmundsson|Valtýs Guðmundssonar]] en í hinum flokknum voru þeir sem lengst vildu ganga í sjálfstæðisbaráttunni gegn [[Danmörk|Dönum]]. Kosningabandalag þetta kallaði sig Sjálfstæðisflokk og vann stóran sigur í kosningunum.
 
=== Sparklið og klofningur ===
Þegar komið var til þings var flokkurinn stofnaður með formlegum hætti. Hafði hann á mörgum öflugum forystumönnum að skipa, svo sem hinum nýkjörna [[Björn Jónsson|Birni Jónssyni]] ritstjóra [[Ísafold|Ísafoldar]], [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] og Landvarnarmennina [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna frá Vogi]] og [[Benedikt Sveinsson (yngri)|Benedikt Sveinsson]]. Björn Jónsson varð ráðherra fyrir tilstyrk flokksfélaga sinna, en óánægja með störf hans leiddi til [[vantrauststillaga|vantrauststillögu]] árið 1911 sem hluti flokksmanna stóðu að ásamt [[Heimastjórnarflokkurinn|Heimastjórnarflokki]]. Hlutu þeir flokksfélagar Björns sem að vantraustinu stóðu viðurnefnið ''Sparkliðið''.
 
Embættismissir Björns Jónssonar leiddi til tvöfals klofnings Sjálfstæðisflokksins. Fyrst var einn þingmanna hans, [[Kristján Jónsson (dómsstjóri og ráðherra)|Kristján Jónsson]] útnefndur [[forsætisráðherra Íslands|ráðherra Íslands]] í óþökk meirihluta þingflokksins sem studdi Skúla THoroddsen, gekk Kristján þá úr flokknum. Þá sögðu Björn Jónsson og stuðningsmenn hans skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Gengu þeir til liðs við hinn nýstofnaða [[Sambandsflokkurinn|Sambandsflokk]] árið 1912 ásamt stórum hluta Heimastjórnarmanna, þar á meðan gamla erkióvininum Hannesi Hafstein. Markmiðið var að finna málamiðlun í stjórnarskrármálinu. Þegar það fór út um þúfur árið 1914 lognaðist flokkurinn út af meðlimir hans fóru flestir hverjir aftur til síns heima í Heimastjórnarflokki og Sjálfstæðisflokki.
 
=== Langsum og þversum ===
Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í [[Alþingiskosningar 1914|Alþingiskosningunum 1914]]. Ráðherraefni flokksins var [[Sigurður Eggerz]] en hann sagði af sér ráðherradómi eftir örfáa mánuði þar sem [[Danakonungur]] féllst ekki á kröfur flokksins í stjórnskipunarmálum. Þar með var komin upp stjórnarkreppa, en Sigurður sat þó í embætti á meðan. Árið 1915 kallaði konungur þrjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þá [[Guðmundur Hannesson|Guðmund Hannesson]], [[Sveinn Björnsson|Svein Björnsson]] og [[Einar Arnórsson]] á sinn fund. Eftir þau fundarhöld var Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands þrátt fyrir að hafa ekki umboð flokks síns. Tókst ráðherra að fá Alþingi til að samþykkja breytingar á stjórnarskrá sem ýmsir Sjálfstæðismenn töldu ganga á skjön við stefnu flokksins og þau skilyrði sem Sigurður Eggerz hafði áður sett.
 
Afleiðing þessa varð klofningur í flokknum þar sem meirihluti þingflokksins lýsti sig andsnúinn ráðherradómi Einars en minnihlutinn studdi hann. Fullur fjandskapur varð milli fylkinganna tveggja sem báðar gerðu tilkall til þess að vera hinn rétti Sjálfstæðisflokkur. Gárungar höfðu farið að kalla flokksbrotin ''langsum'' og ''þversum'', þar sem Einar Arnórsson og félagar tilheyrðu Sjálfstæðisflokknum-langsum en Sigurður Eggerz og hans menn töldust Sjálfstæðisflokkurinn-þversum. Gengu fylkingarnar klofnar til tvennra Alþingiskosninga árið 1916, fyrst í landskjöri þar sem þversum-fylkingin fékk tvo menn en langsum-fylkingin engan og þvínæst margklofinn í sjálfum [[Alþingiskosningar 1916|Alþingiskosningunum 1916]] þar sem þversum hlaup sjö menn, langsum fékk þrjá, ''óháðir Sjálfstæðismenn'' þrjá og einn var kjörinn utan flokka. Þegar til þings kom skiptu flokksmenn sér upp í tvo þingflokka.
 
=== Stjórnarseta ===
Fyrsta [[samsteypustjórn]] Íslandssögunnar var mynduð undir forsæti [[Jón Magnússon (f. 1859)|Jóns Magnússonar]] árið 1917 og átti Sjálfstæðisflokkurinn-þversum aðild að henni. Fyrst gegndi [[Björn Kristjánsson]] embætti fjármálaráðherra en síðar Sigurður Eggertz.
 
[[Alþingiskosningar 1919]] fóru fram árið 1919. Þegar þing kom saman á árinu eftir gengu þeir þingmenn sem áður höfðu tilheyrt Sjálfstæðisflokknum-langsum til liðs við [[Utanflokkabandalagið]] og hvarf það flokksbrot þar með úr sögunni. Árið 1920 myndaði Jón Magnússon nýja ríkisstjórn að þessu sinni án Sjálfstæðisflokksins. Togstreita borgaralegu aflanna á þessum árum birtist í [[bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík|bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík]] þar sem Sjálfstæðisflokkurinn-þversum bauð fram í eigin nafni [[Bæjarstjórnarkosningar_í_Reykjavík#1918|í kosningunum 1918]] og fékk óverulegt fylgi, í samfloti með öðrum borgaralegum öflum [[Bæjarstjórnarkosningar_í_Reykjavík#1920|í kosningunum 1920]] og vann þar sigur, en síðar sama ár var Sigurður Eggerz í framboði í [[Borgarstjórakosningin 1920|beinu kjöri til borgarstjóra]], studdur af [[jafnaðarstefna|jafnaðarmönnum]].
 
Sigurður Eggerz tók við embætti forsætisráðherra árið 1922 og sat í rúm tvö ár. Í landskjöri árið 1922 studdi Sjálfstæðisflokkurinn óháðan lista Sjálfstæðismanna en beið afhroð. Fyrir [[Alþingiskosningar 1923|kosningarnar 1923]] var því afráðið að bjóða ekki fram undir eigin merkjum heldur í samfloti við [[Sparnaðarbandalagið]] og Heimastjórnarflokk í kosningabandalagi sem nefndist [[Borgaraflokkurinn (eldri)|Borgaraflokkurinn]].
 
=== Endalok ===
Þegar þing kom saman á árinu 1924 myndaði meirihluti hinna nýkjörnu þingmanna Borgaraflokksins nýjan flokk, [[Íhaldsflokkurinn|Íhaldsflokkinn]]. Fimm þingmenn, flestir gamlir í hettunni, vildu ekki taka þátt í þeirri flokksstofnun en kusu að telja sig áfram til Sjálfstæðisflokksins. Það voru auk Sigurðar Eggerz þeir Bjarni frá Vogi, Benedikt Sveinsson, [[Hjörtur Snorrason]] og [[Jakob Möller]].
 
Sigurður Eggerz féll af þingi í landskjöri árið 1926. Í þeim kosningum var Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við ''Félag frjálslyndra manna'' og telst það upphaf [[Frjálslyndi flokkurinn (1)|Frjálslynda flokksins]], en frambjóðandinn Sigurður Eggerz náði ekki kjöri. Að kosningum loknum voru einungis tveir Sjálfstæðismenn eftir á þingi, Benedikt Sveinsson sem gekk til liðs við [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] og Jakob Möller sem stofnaði Frjálslynda flokkinn sama ár og lauk þar með sögu Sjálfstæðisflokksins eldri.
 
== Málgögn ==
Fyrstu árin sem Sjálfstæðisflokkurinn starfaði var [[Ísafold]] hans helsta málgagn, sem og [[Þjóðviljinn (1887-1915)|Þjóðviljinn]] og blaðið Ingólfur. Frá 1916-18 héldu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins-þversum úti ''Landinu'' sem [[Jakob Jóhannesson Smári]] ritstýrði. Eftir að útgáfu þess lauk hafði flokkurinn fá eiginleg málgögn sem veikti hann með tímanum.
 
== Tilvísanir og heimildir ==
{{Reflist}}
* {{bókaheimild|höfundur=Einar Laxness|titill=Íslandssaga a-ö|útgefandi=Vaka-Helgafell|ár=1998, 2.útg.|ISBN=ISBN 9979-2-0295-5}}
 
{{Íslensk stjórnmál}}
[[Flokkur:Fyrrum íslenskir stjórnmálaflokkar]]
{{sa|1909|1926}}
[[Flokkur:Stofnað 1908]]