„Landvarnarflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
 
Kunnasti leiðtogi Landvarnarmanna meðal almennings var vafalítið skáldið Einar Benediktsson, sem barðist gegn stjórnarskrárfrumvarpinu í ræðu og riti. Á árinu 1903 hófu flokksmenn útgáfu tveggja blaða: ''Ingólfs'' og ''Landvarnar''. Varð fyrrnefnda blaðið aðalmálgagn flokksins, fyrst undir ritstjórn [[Bjarni Jónsson frá Vogi|Bjarna frá Vogi]] en síðar [[Benedikt Sveinsson (yngri)|Benedikts Sveinssonar]].
 
Þótt Landvarnarmenn ættu ekki marga fulltrúa í þingsölum náði stefna þeirra eyrum margra og höfðaði einkum til ungra manna. Flokksmenn voru áberandi á [[Þingvallafundur|Þingvallafundi]] 1907 sem markaði upphafið að baráttunni gegn [[Uppkastið|Uppkastinu]] sem [[Alþingiskosningar 1908|Alþingiskosningarnar 1908]] hverfðust um. Í kjölfarið Þingvallafundar var stofnað málfundafélagið ''Landvörn'' í Reykjavík undir formennsku [[Þorsteinn Erlingsson|Þorsteins Erlingssonar]] skálds. Þá var skipuð formleg flokksstjórn og var [[Guðmundur Hannesson]] læknir formaður hennar.
 
Fyrir kosningarnar 1908 mynduðu Landvarnarflokkur og [[Þjóðræðisflokkurinn|Þjóðræðisflokkur]] bandalag. Buðu þeir fram undir merkjum [[Sjálfstæðisflokkurinn (eldri)|Sjálfstæðisflokksins]]. Vann kosningabandalag þetta góðan sigur og náði mörgum þingmönnum. Úr röðum Landvarnarmanna voru þeir Ari Jónsson Arnalds, Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson allir kjörnir. Hins vegar skildu leiðir flokksins og forsprakkans Jóns Jenssonar í þessum kosningum, þar sem hann skipaði sér í sveit með stuðningsmönnum Uppkastsins.
 
== Tilvísanir og heimildir ==