„Sjóræningjar frá Barbaríinu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 56:
[[Mynd:Hellissandur - Blick zum Snaefellsjökull 1.jpg|thumb|[[Snæfellsjökull]] hefur skartað sínu fegursta fyrir sjóræningjana sem höfðust við Undir Jökli.]]
[[Mynd:Hellissandur - Sjomannagardur 2.jpg|thumb|Endurgerð [[þurrabúð]] frá [[20. öld]] á [[Hellissandur|Hellissandi]].]]
Þó [[Tyrkjaránið]] sé þekktasta ránið sem framið var af [[sjóræningi|sjóræningjum]] hér á landi voru fleiri hópar en Tyrkir sem gerðu strandhögg á Íslandi. Sjórán voru mjög algeng við Atlantshaf á [[16. öld|16]]. og [[17. öld]] eins og áður hefur komið fram. Enskir menn gátu keypt leyfisbréf hjá stjórnvöldum sem veittu þeim leyfi til að ráðast á spænsk skip en þetta var talin góð leið til að valda Spánverjum tjóni. Þeir sem höfðu slíkt leyfi voru kallaðir [[sjórán|fríbýttarar]] eða [[sjórán|kaparar]] á íslensku. Enskir sjómenn höfðu um árabil stundað veiðar við Ísland og öðlast þar mikla reynslu og færni í siglingum. Englendingar urðu þekktir sem sjóræningjaþjóðin. Sumir þeirra stunduðu veiðar og viðskipti hér á landi. Þeir stunduðu einnig kaupsiglingar til meginlandsins og við [[Miðjarðarhaf]]. Margir þrautreyndir sjómenn sem siglt höfðu hingað til lands voru í enska flotanum árið [[1588]] þegar hann sigraði þann spænska í mikilli sjóorrustu í [[ErmasundErmarsund|Ermarsundi]]i. Þeir voru í senn sjómenn við Ísland, hermenn og sjóræningjar.
 
Víða urðu átök hér á landi á milli Englendinga og Dana s.s. í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]]. Leiða má að því líkum að þeir Englendingar sem stunduðu sjómennsku og verslun á Íslandi hafi ekki allir verið miklir friðsemdarmenn og vanir átökum. Þrátt fyrir það var ekki mikið um árekstra á milli Englendinga og Íslendinga. Sá atburður varð þó árið [[1605]] að í brýnu sló á milli þriggja enskra manna og Íslendings. Fór svo að Íslendingurinn varð einum Englendinganna að bana. Tilræðið dæmdist vera nauðvörn en Englendingarnir höfðu áreitt Íslendinginn í heilan dag svo að upp úr sauð. Þetta gerðist á [[Hellissandur|Hellissandi]].