„Bharatiya Janata-flokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 33:
Bharatiya Janata-flokkurinn á rætur að rekja til ársins 1951, þegar [[Syama Prasad Mookerjee]] stofnaði hindúsku þjóðernishreyfinguna [[Bharatiya Jana Sangh]] í andstöðu við [[Veraldarhyggja|veraldarsinnaða]] stjórnarstefnu [[Indverski þjóðarráðsflokkurinn|Indverska þjóðarráðsins]]. Gjarnan var litið á Bharatiya Jana Sangh sem stjórnmálaarm sjálfboðahernaðarhreyfingarinnar [[Rashtriya Swayamsevak Sangh]] (RSS), sem beitti sér fyrir vernd hindúskrar þjóðernisímyndar Indlands gagnvart [[Íslam|múslimum]], íslamska nágrannaríkinu [[Pakistan]] og gagnvart veraldarhyggju forsætisráðherrans [[Jawaharlal Nehru|Jawaharlals Nehru]].<ref>{{cite journal |first=A. G. |last=Noorani |title=Foreign Policy of the Janata Party Government |journal=Asian Affairs |volume=5 |date=March–April 1978 |pages=216–228 |jstor=30171643 |issue=4 |doi=10.1080/00927678.1978.10554044}}</ref> Árið 1952 van Bharatiya Jana Sangh aðeins þrjú sæti á [[Lok Sabha]], neðri deild indverska þingsins, og flokkurinn var áfram á útjaðri indverskra stjórnmála til ársins 1967, þegar hann gekk í nokkrar fylkisstjórnir í samstarfi við aðra flokka. Í kosningabandalögum við aðra flokka gat Bharatiya Jana Sangh þó ekki framkvæmt róttækustu stefnumál sín.<ref name="Guha">{{Cite book|last=Guha |first=Ramachandra |title=India after Gandhi : the history of the world's largest democracy |date=2007 |p= 136, 427-428, 563-564 |publisher=Picador |place=India |isbn=978-0-330-39610-3 |edition=1}}</ref>
 
Árið 1975 lýsti [[Indira Gandhi]] forsætisráðherra yfir [[neyðarástand]]i og lét í reynd afnema lýðræði á Indlandi tímabundið. Neyðarlögin leiddu til fjöldamótmæla sem hindúskir þjóðernissinnar tóku meðal annars þátt í. Í aðdraganda þingkosninga árið 1977 gengu íhaldssmenníhaldsmenn og róttækir vinstrimenn í kosningabandalag gegn forsætisráðherranum og mynduðu með sér [[Janataflokkurinn|Janataflokkinn]] svokallaða.<ref name="Guha"/> Bharatiya Jana Singh var meðal flokkanna sem gengu í þessa breiðfylkingu stjórnarandstöðunnar. Janataflokkurinn vann kosningarnar en brátt varð hugmyndafræðilegur ágreiningur milli aðildarflokkanna óyfirstíganlegur. Árið 1980 klofnaði Janataflokkurinn og boðað var til nýrra kosninga.
 
===Stofnun BJP===