„Vera Illugadóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Vera Sóley Illugadóttir''' (f. 13. september 1989) er [[Ísland|íslensk]] útvarpskona og rithöfundur. Hún vinnur sem dagskrárgerðarmaður hjá [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpinu]] og hefur frá árinu 2016 verið framleiðandi og þulur útvarps- og hlaðvarpsþáttarins ''Í ljósi sögunnar'' á [[Rás 1]]. Í þættinum er fjallað um ýmis sagnfræðileg málefni, gjarnan með skírskotun í málefni líðandi stundar.
 
Vera er dóttir blaðamannsins [[Illugi Jökulsson|Illuga Jökulssonar]] og leikkonunnar [[Guðrún S. Gísladóttir|Guðrúnar S. Gísladóttur]].<ref>{{Vefheimild|útgefandi=[[mbl.is]]|titill=Píla­gríms­ferð á slóðir Fórn­ar­inn­ar|höfundur=Val­gerður Þ. Jóns­dótt­ir|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/28/pilagrimsferd_a_slodir_fornarinnar/|ár=2016|mánuður=28. júlí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. júlí}}</ref> Hún er alin upp í miðbæ [[Reykjavík]]ur og gekk í [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskóla]] og [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólann í Hamrahlíð]].<ref name=núllið>{{Vefheimild|útgefandi=[[RÚV]]|titill=Kjaftfor krakki sem hékk með rónum|höfundur=Vigdís Hafliðadóttir|url=https://www.ruv.is/frett/kjaftfor-krakki-sem-hekk-med-ronum|ár=2018|mánuður=17. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. júlí}}</ref> Vera hóf nám í [[Arabíska|arabísku]] og miðausturlandafræðum í [[Stokkhólmsháskóli|Stokkhólmsháskóla]] árið 2010 og útskrifaðist þaðan árið 2013.<ref name=stúdentablaðið>{{Vefheimild|útgefandi=''[[Stúdentablaðið]]''|titill=Meiri áhuga á sögum en sögu|höfundur=Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir|url=http://studentabladid.com/efni/2018/5/1/meiri-huga-sgum-en-sgu|ár=2018|mánuður=1. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. júlí}}</ref> Hún hafði áður ferðast um [[Mið-Austurlönd]] í aðdraganda [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]] ásamt ömmu sinni, [[Jóhanna Kristjónsdóttir|Jóhönnu Kristjónsdóttur]], og fengið áhuga á sögu og menningu svæðisins.<ref name=dv>{{Vefheimild|útgefandi=''[[DV]]''|titill=Vera Illugadóttir segir frá ferðum sínum um Miðausturlönd|höfundur=Ragna Gestsdóttir|url=https://www.dv.is/fokus/menning/2018/09/27/vera-illugadottir-segir-fra-ferdum-sinum-um-midausturlond/|ár=2018|mánuður=27. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=15. júlí}}</ref>
 
Vera gaf árið 2012 út ''Svörtu bókina'' ásamt [[Helgi Hrafn Guðmundsson|Helga Hrafni Guðmundssyni]]. Í bókinni birtist safn lagfærðra greina úr tímaritinu ''Skakka turninum'' og veftímaritinu ''[[Lemúrinn|Lemúrnum]]'', sem Vera hafði áður tekið þátt í að semja.<ref name=núllið/> Árið 2018 gaf Vera út bókina ''Þjóðhöfðingja Íslands'', þar sem hún sagði stuttlega frá öllum þjóðhöfðingjum Íslands allt frá [[Hákon gamli|Hákoni gamla]] til [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannessonar]].
 
Árið [[2014]] gerði hún [[Útvarpsþáttur|útvarpsþáttinn]] ''Leðurblakan'' þar sem fjallað var um dularfull og óupplýst mál. Veturinn [[2019]]<nowiki/>-<nowiki/>[[2020]] var ''leðurblakan'' endursýnd sem [[hlaðvarp]] á [[Rúv Núll]].
 
== Í ljósi sögunnar ==
Árið [[2016]] gerði hún [[útvarp]] og [[Hlaðvarp|hlaðvarpið]] ''Í ljósi sögunnar'' sem hefur verið á dagskrá á [[Rás 1]] síðan með sumarleyfum. Í þættinum er fjallað um ýmis sagnfræðileg málefni, gjarnan með skírskotun í málefni líðandi stundar.
 
==Tilvísanir==