„Súgandafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Brött og allhá fjöll liggja að firðinum og er undirlendi lítið. Þau eru þó nokkuð gróin og sumstaðar er kjarr; Selárskógur er eitt mesta samfellda kjarrlendi á Vestfjörðum. Inn af botni fjarðarins er [[Botnsdalur (Súgandafirði)|Botnsdalur]]. Þar er eitt af þremur mynnum [[Vestfjarðagöng|Vestfjarðaganga]], sem opnuð voru [[1996]], en áður lá vegur um [[Botnsheiði (Súgandafirði)|Botnsheiði]] til Ísafjarðar og var hann yfirleitt ófær á veturna. Þaðan liggur svo malbikaður vegur með suðurströnd fjarðarins til Suðureyrar en handan fjarðarins er aðeins vegarslóði út undir miðjan fjörð, enda er þar engin byggð lengur, aðeins sumarbústaðir. Víða í firðinum er mikil [[snjóflóð]]ahætta.
 
[[Surtarbrandur|Surtarbrandslög]] er víða að finna og úr surtarbrandslögum í Botnsdal hafa verið unnin kol, síðast á árunum 1940-1942. [[Jarðhiti]] er í firðinum og var hann um tíma notaður til að hita upp hús á Suðureyri. Um mestan fjörðinn er grágrýtisfjara en við norður-síðuna einkum við littlulitlu eyrarnar tvær er álitleg svört sandströnd.
 
Samkvæmt því sem segir í [[Landnáma|Landnámu]] var það [[Hallvarður súgandi]] sem nam fjörðinn. Hann hafði barist við [[Haraldur hárfagri|Harald konung hárfagra]] í [[Hafursfjarðarorusta|Hafursfjarðarorrustu]] en hélt síðan til Íslands og nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga.