„Lögskýringargögn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Lögskýringargögn''' eru gögn sem dómstólar líta oft til við að álykta um vilja löggjafans sem lá að baki þegar viðkomandi löggjöf...
 
(Enginn munur)

Nýjasta útgáfa síðan 7. ágúst 2020 kl. 16:54

Lögskýringargögn eru gögn sem dómstólar líta oft til við að álykta um vilja löggjafans sem lá að baki þegar viðkomandi löggjöf var sett. Augljósustu gögnin eru þau sem lögð voru formlega fyrir við lagasetningarferlið, svo sem greinargerð frumvarpsins og framlögð nefndarálit þó einnig sé litið til fluttra ræða við afgreiðslu þingmálsins. Gróflega séð er vægi lögskýringargagns metið í ljósi þess hversu skýrt gagnið er um það hvernig löggjafinn (sem heild) hefði viljað haga afgreiðslu fyrirliggjandi máls. Þeim er almennt séð oft veitt meira vægi þegar lagaákvæðið er ívilnandi gagnvart borgaranum en minna eftir því sem þau eru íþyngjandi, svo sem á sviði refsilöggjafar.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.