„Vinir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 66:
 
== Stutt ágrip þáttanna ==
* '''[[Vinir (1. þáttaröð)|Fyrsta þáttaröðin]]''' — Áhorfandinn kynnist aðalpersónunum sex: Rachel, Monicu, Phoebe, Joey, Chandler og Ross. Rachel kemur til New York eftir að hafa yfirgefið unnusta sinn við altarið og fer að búa með Monicu í íbúðinni sem amma hennar á. Ross berst við að segja Rachel að hann elski hana, á meðan lesbíska konan hans er ólétt eftir hann. Joey er sýndur sem leikari í erfiðleikum en Pheobe vinnur sem nuddari. Chandler hættir með kærustunni sinni, Jancice (Maggie Wheeler), sem skýtur þó upp kollinum reglulega í þáttunum. Í endanum á þáttaröðinni segir Chandler Rachel óvart frá því að Ross elski hana og kemst að því að henni líður alveg eins.
 
* '''[[Vinir (2. þáttaröð)|Önnur þáttaröðin]]''' — Í byrjun uppgvötar Rachel að Ross er byrjaður með Julie (Lauren Tom), asískri-bandarískri stelpu sem hann þekkti úr skólanum. Rachel reynir að segja Ross hvernig henni líður en henni gengur ekkert betur en honum gekk að segja henni frá tilfinningum sínum, þrátt fyrir að þau byrji saman í lok seríunnar. Joey fær hlutverk í sápuóperunni „Days of our Lives“ („Ævidagarnir okkar“) en er rekinn eftir að hann segir í tímariti að hann semji stundum sínar eigin línur. Monica byrjar með dr. Richard Burke ([[Tom Selleck]]), sem er nýskilinn og 21 ári eldri en hún. Í enda seríunnar enda þau sambandið þegar þau átta sig á því að hann vill ekki fleiri börn en Monica vill börn.
 
* '''[[Vinir (3. þáttaröð)|Þriðja þáttaröðin]]''' — Byrjun er aðeins öðruvísi en hinar tvær. Rachel byrjar að vinna í Bloomingdale's og Ross verður afbrýðissamur út í samstarfsfélaga hennar, Mark. Ross og Rachel hætta saman tímabundið; en Rachel ákveður að gera það endanlegt eftir að Ross sefur hjá annarri konu á meðan þau voru ekki saman. Eftir að hafa trúað því að eiga enga fjölskyldu nema tvíburasystur sína, Úrsúlu, kemst Pheobe í samband við hálf-bróður sinn (Giovanni Ribisi) og kynmóður sína (Teri Garr). Joey byrjar með mótleikkonu sinni Kate (Dina Meyer) og Monica byrjar með milljónamæringnum Pete Becker ([[Jon Favreau]]).
 
* '''[[Vinir (4. þáttaröð)|Fjórða þáttaröðin]]''' — Ross og Rachel byrja aftur sman en hætta fljótlega saman aftur. Pheobe verður staðgöngumóðir fyrir bróður sinn og konuna hans, Alice (Debra Jo Rupp). Moniva og Rachel eru neyddar til að skipta um íbúð við Joey og Chandler eftir að hafa tapað veðmáli en komast upp með að skipta þegar þær gefa þeim miða á Knicks leik og kyssast í eina mínútu. Ross byrjar með ensku konunni Emily (Helen Baxendale) og endar þáttaröðin á brúðkaupi þeirra í London. Chandler og Monica sofa saman en Rachel ákveður að fara í brúðkaupið. Á meðan Ross fer með heitin sín skiptir hann óvart nafni Emily út fyrir nafn Rachelar.
 
* '''[[Vinir (5. þáttaröð)|Fimmta þáttaröðin]]''' — Monica og Chandler reyna að halda sambandi sínu leyndu fyrir vinum sínum. Hjónaband Ross og Emily er á brauðfótum og Pheobe byrjar samband við lögreglumanninn Gary (Michael Rapaport). Monica og Chandler ákveða að opinbera samband sitt, vinum þeirra til undrunar. Þau ákveða að gifta sig í ferð til Las Vegas en ákveða að hætta við eftir að hafa séð Ross og Rachel koma dauðadrukkin út úr kapellunni.
 
* '''[[Vinir (6. þáttaröð)|Sjötta þáttaröðin]]''' — Rachel og Ross vakna gift og skilja. Monica og Chandler ákveða að búa saman í íbúðinni hennar sem leiðir til þess að Rachel flytur til Phoebe. Joey landar aðalhlutverkinu í sjónvarpsþáttaröðinni „Mac and C.H.E.E.S.E.“, þar sem hann leikur á móti vélmenni. Ross fær vinnu sem fyrirlesari hjá NYU og byrjar með nemenda sínum, Elizabeth (Alexandra Holden). Það kviknar í íbúð Phoebe og Rachel og neyðist Rachel til þess að flytja til Joey á meðan Phoebe býr hjá Monicu og Chandler. Chandler ákveður að biðja Monicu en hún íhugar að fara aftur til Richards, sem viðurkennir að hann elski hana enn þá og sé tilbúinn til að giftast henni. Monica játar bónorði Chandlers og vinirnir fagna.
 
* '''[[Vinir (7. þáttaröð)|Sjöunda þáttaröðin]]''' — Fjallað aðallega er um aðfarir Monicu og Chandlers sem eru að undirbúa brúpkaupið. Þátturinn sem Joey leikur aðalhlutverkið í („Mac and C.H.E.E.S.E.“), hættir framleiðslu en honum er boðið gamla starfið sitt aftur í Days of Our Lives. Íbúð Phoebe er löguð en vegna staðsetningarinnar ákveður Rachel að halda til hjá Joey. Serían endar á brúðkaupi Monicu og Chandler og Rachel greinir frá því að hún sé ólétt.
 
* '''[[Vinir (8. þáttaröð)|Áttunda þáttaröðin]]''' — Fyrstu þrír þættir þessarar þáttaraðar snúast aðallega um hver sé barnsfaðir Rachelar. Það kemur á endanum fram að það sé Ross og þau ákveða að eiga barnið. Joey finnur fyrir rómantískum tilfinniningum í garð Rachelar en hún ber ekki sömu tilfinningar til hans. Rachel fæðir Emmu í endanum á þáttaröðinni og Ross ákveður að biðja hennar. Joey finnur hringinn á gólfinu og Rachel heldur að hann sé að biðja hana um að giftast sér og segir já.
 
* '''[[Vinir (9. þáttaröð)|Níunda þáttaröðin]]''' — Í byrjun búa Rachel og Ross saman með Emmu. Monica og Chandler ákveða að eignast sitt eigið barn en komast að því að þau geta hvorugt átt barn. Phoebe byrjar með Mike Hannigan ([[Paul Rudd]]) og velur hann yfir vin sinn David ([[Hank Azaria]]). Hópurinn ferðast til Barbados í tvöföldum lokaþætti, til að heyra Ross flytja aðalræðu sína á ráðstefnu steingervingafræðinga. Joey og kærastan hans, Charlie, hætta saman og hún byrjar í staðinn með Ross. Tilfinningar Rachel og Joey kvikna aftur og enda þau á því að kyssast.
 
* '''[[Vinir (10. þáttaröð)|Tíunda þáttaröðin]]''' — Allur söguþráðurinn er leiddur til lykta. Joey og Rachel reyna að fá Ross til að sætta sig við það að þau séu saman en þau ákveða að vera vinir. Phoebe og Mike giftast en Charlie hættir með Ross. Monica og Chandler ákveða að ættleiða barn og hitta Ericu ([[Anna Faris]]), sem eignast tvíbura í lokaþættinum. Monica og Chandler flytja í úthverfi og Joey á erfitt með að meðtaka allar breytingarnar. Rachel fær starf í París en ver síðustu nóttinni sinni í New York með Ross og ákveður hún á síðustu stundu að fara ekki og láta reyna á sambandið við Ross.
 
{{commons|Category:Friends (TV-show)|Vinum}}