Munur á milli breytinga „Natan Ketilsson“

123 bætum bætt við ,  fyrir 10 mánuðum
ekkert breytingarágrip
(Smáviðbót)
 
== Ferill ==
Hann var fæddur í Hólabæ í [[Langidalur (Húnaþingi)|Langadal]], sonur Ketils Eyjólfssonar og Guðrúnar Hallsdóttur. Faðir hans dó [[1802]] og ólst Natan upp hjá vandalausum eftir það. Hann komst til Kaupmannahafnar og hugðist læra til lækninga þar en þau áform brugðust að mestu. þóÞó þótti hann hafa forframast þar nokkuð ogenda leitbar stórt áhann sig vel eftir heimkomuna. Hann virðist hafa verið afar vel gefinn og að mörgu leiti hæfileikaríkur, stundaði lækningar og þótti klókur á því sviði enda hafði honum tekist að aflað sér nokkurrar þekkingar og reynslu. Hann var sagður hafa tekið háar greiðslur fyrir lækningar á efnuðu fólki en gerði mun lægri kröfur þegar fátæklingar áttu í hlut.
 
Natan var óvenjulegur maður og umtalaður, hataður af sumum, elskaður af öðrum. Hann var skáld gott og kvæðamaður og til er kvæðalag sem við hann er kennt. Natan hafði á sér vafasamt orð og þótti óprúttinn, brögðóttur og viðsjárverður og var grunaður um óráðvendni. Hann var dæmdur til 15 vandarhögga [[hýðing]]ar fyrir hylmingu og aðild að þjófnaði og í [[Landsyfirréttur|yfirrétti]] var hann dæmdur [[10. janúar]] [[1825]] fyrir ósvífni og hortugheit fyrir rétti. Sagt er að hann hafi verið dómaranum í héraði, [[Jón Espólín|Jóni Espólín]], svo erfiður að þegar réttarhaldinu lauk hafi Jón ort tvær formælingarvísur um sakborninginn og er þetta sú seinni:
 
:: Kremji þig alls kynja skæð,
Hætt er við að dómsmeðferðin hafi ekki verið óvilhöll ef þetta var viðhorf dómarans til hins ákærða. Þetta var ekki í eina skiptið sem minnt var á að nafn Natans rímaði við nafn Skrattans og fóru á kreik sögur um að þegar móðir Natans gekk með hann hefði sá illi sjálfur vitjað nafns og heimtað að barnið yrði skírt eftir sér en presturinn hefði neitað og því hefði drengurinn verið látinn heita Natan en ekki [[Satan]]. Nafnið var þá nær óþekkt á Íslandi.
 
Natan var fjölþreifinn til kvennakvennamaður og eignaðist börn víða. Þekktasta ástkona hans var þó [[Rósa Guðmundsdóttir]], Vatnsenda-Rósa, en Natan réðist til hennar og Ólafs manns hennar þegar þau bjuggu á Lækjamóti í Víðidal og var að einhverju leyti viðloðandi heimili þeirra þar og á Vatnsenda um tíma. Almannarómur sagði að Natan ætti börn með Rósu, það er að segja Rósant Bertold (f. 1824) og Þórönnu Rósu (f. 1825). Þegar hún fæddi dótturina Súsönnu 1826 var hún skrifuð Natansdóttir og játaði Rósa hjúskaparbrot fyrir rétti. Þau Ólafur bjuggu þó saman í nokkur ár í viðbót.
 
== Morðið á Illugastöðum ==
Óskráður notandi