„Bríet Héðinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ný síða: '''Bríet Héðinsdóttir''' (14. október 1935 - 26. október 1996) var íslensk leikkona og leikstjóri. Bríet ólst upp í Reykjavík og foreldrar hennar voru...
 
settur inn tvípunktur
Lína 1:
'''Bríet Héðinsdóttir''' ([[14. október]] [[1935]] - [[26. október]] [[1996]]) var íslensk leikkona og leikstjóri.
 
Bríet ólst upp í [[Reykjavík]] og foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálína Pálsdóttir söngkennari og [[Héðinn Valdimarsson]] alþingismaður, verkalýðsfrömuður og forstjóri. Föðuramma Bríetar og nafna var kvenréttindakonan [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir]]. Bríet átti þrjár dætur: Laufeyju Sigurðadóttur fiðluleikara, Guðrúnu Theódóru Sigurðardóttur sellóleikara og [[Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir|Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur]] leikkonu.
 
Bríet lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1954, stundaði nám við [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólann í Reykjavík]], nám í enskum og þýskum bókmenntum og leiklist í [[Vín (Austurríki)|Vín]] og útskrifaðist sem leikkona frá [[Leiklistarskóli Þjóðleikhússins|Leiklistarskóla Þjóðleikhússins]] árið 1962.