Munur á milli breytinga „Mið-Austurlönd“

9 bætum bætt við ,  fyrir 2 mánuðum
m (corr using AWB)
 
== Landafræði ==
 
Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur [[Heimsálfa|heimsálfum]], [[Asía|Asíu]], [[Afríka|Afríku]] og [[Evrópa|Evrópu]].<ref>Fisher, W. B. (2013). ''The Middle East : a physical, social, and regional geography''. New York: Routledge.</ref> Þetta svæði er fyrst og fremst [[eyðimörk]]. Einnig má finna þar [[Fjallgarður|fjallgarða]] og [[Háslétta|hásléttur,]] sem og miklar [[Á|ár]] og [[Á (landslagsþáttur)|fljót]] (t.d. [[Tígris|Tígrís]], [[Níl]] og [[Efrat]]).<ref>Chaurasia, R. S. (2005). ''History of the Middle East.'' New Delhi: Atlantic.    </ref> Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði sem henta vel til [[landbúnaður|landbúnaðar]], eins og við strendur Miðjarðarhafsins og á því svæði sem nefnt hefur verið [[Mesópótamía]]. Margt leynist í jörðu í Mið-Austurlöndum og um það er olían líklega þekktasta dæmið. Annars staðar má finna land auðugt af [[Gull|gulli]], eins og í Norður-Afríku og enn annars staðar land auðugt af [[Steinefni|steinefnum]] eins og fyrir botni [[LevantMiðjarðarhafið|Miðjarðarhafs]].<ref>Anderson, E. (2000). ''Middle East: Geography and geopolitics''. New York: Routledge.</ref>
 
== Þjóðernishópar og tungumál ==